Árið 2017 voru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá‘u‘lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í tilefni þess lét Andlegt ráð bahá'ía í Reykjavík útbúa námskeið um líf Hans og kenningar.
Meira en 2000 manns, þverskurður mannkyns, hittust í Bahjí í dag til að halda upp á Ridván hátíðina til minningar um opinbera köllun Bahá'u'lláh sem boðberi Guðs.
Í dag kom út á netinu ný útgáfa ritsins „For the Betterment of the World" (Til að bæta heiminn) og var því einnig dreift til fulltrúanna á 12. alþjóðlega bahá'í þinginu
Nýr hluti vefsins um hátíðarhöldin sem haldin voru í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh inniheldur ítarlegar upplýsingar frá meira en 150 löndum-þar á meðal frá Íslandi.
Bahá'íar í Reykjavík héldu upp á fyrsta dag ridván hátíðarinnar, 21. apríl, í þjóðarmiðstöðinni og heimsóttu síðan landið sem bahá'íar í Hafnarfirði hafa fengið úthlutað.
Bahá'í samfélagið á Íslandi hélt móttöku í þjóðarmiðstöð sinni fyrir ræðumenn og gesti sem sóttu afar vel heppnaða og málefnalega ráðstefnu í Norræna húsinu um umdeilt frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi varðandi bann við umskurði drengja.
Nú er komið í loftið nýtt framsækið vefapp þar sem hægt er að nálgast rit bahá’í trúarinnar á íslensku. Vefappið hefur hlotið nafnið Bahá’í vefbókasafnið og er aðgengilegt á slóðinni bokasafn.bahai.is.
Nú þegar Vanuatu heldur upp á að 40 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin horfir til framtíðar, hafa umræður aukist varðandi það hvaða stefnu menntun barna og ungmenna eigi að taka.
Bahá'í heimsfréttaþjónustan (The Bahá’í World News Service) lítur um öxl yfir ár sem var engu líkt og veitir yfirsýn yfir þær fréttir sem það hefur fjallað um. Þær sögur innan Bahá'í samfélaga um víða veröld sem hafa aukið þolgæði og miðlað von á erfiðum tímum.