Vikulegar kyrrðarstundir eru haldnar heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ, kl 20. Leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
TANNA, Vanúatú – Heyra mátti ákall um einingu enduróma í bænasöng í tilbeiðsluhúsi Tanna. Vinirnir sem höfðu safnast þar saman fundu fyrir endurnærandi andvara í sálinni. Þrátt fyrir að aðhyllast mismunandi trúarbrögð vissu þeir að mesta uppspretta styrks þeirra fælist í sameiginlegri manngæsku.
PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu - Í þessum hlaðvarpsþætti frá heimsfréttaþjónustunni heyrum við Kessia Ruh, sem er meðlimur álfuráðs Eyjaálfu, deila sögum af viðleitni bahá’íanna á Papúa Nýju Gíneu til að stuðla að velferð samfélags síns.
Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti í fyrradag um útnefningu til stjórnar Alþjóðlegu bahá’í þróunarstofnunarinnar. Fjölgað hefur verið í stjórninni, úr fimm í sex og tekur útnefningin gildi á Degi sáttmálans, þann 26. nóvember næstkomandi.
Mánudaginn 6. nóvember sl. fór fram málþing um andlát, trúarbrögð og lífsskoðanir í Veröld - Húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík. Það var Samráðsvettvangur trúfélaga sem stóð fyrir málþinginu. Samráðsvettvangurinn er aðildarfélag 25 trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi og er Bahá’í samfélagið aðili að honum.