Nú þegar þessu erfiða ári lýkur, hefur Bahá'í heimsfréttaþjónustan (the Bahá’í World News Service) safnað saman ljósmyndum og sögum frá síðustu 12 mánuðum, af þeirri þróun sem orðið hefur innan hins hnattvíða Bahá'í samfélags. Það sem þetta starf og starf margra annarra samtaka um allan heim sýnir okkur, er þessi grundvallarsannleikur: að mannkynið er eitt. Nánar á BWNS.org
Nú er komið í loftið nýtt framsækið vefapp þar sem hægt er að nálgast rit bahá’í trúarinnar á íslensku. Vefappið hefur hlotið nafnið Bahá’í vefbókasafnið og er aðgengilegt á slóðinni bokasafn.bahai.is.
Nú þegar Vanuatu heldur upp á að 40 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin horfir til framtíðar, hafa umræður aukist varðandi það hvaða stefnu menntun barna og ungmenna eigi að taka.
Bahá'í heimsfréttaþjónustan (The Bahá’í World News Service) lítur um öxl yfir ár sem var engu líkt og veitir yfirsýn yfir þær fréttir sem það hefur fjallað um. Þær sögur innan Bahá'í samfélaga um víða veröld sem hafa aukið þolgæði og miðlað von á erfiðum tímum.