Þeir sem vilja fá upplýsingar um þá starfsemi sem er í boði hjá bahá'íum í Kópavogi geta haft samband við Sigríði Lóu Jónsdóttur í síma 698 6543 eða Sigurð Inga Ásgeirsson í síma 611 5905, eða með tölvupósti: sigurduringiasgeirsson [hjá] gmail [punktur] com
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.