Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

'Abdu'l-Bahá


‘Abdu’l-Bahá (á miðri mynd) ásamt bahá'íum í  Chicago, Illinois, Bandaríkjunum árið 1912
‘Abdu’l-Bahá (á miðri mynd) ásamt bahá'íum í Chicago, Illinois, Bandaríkjunum árið 1912

 

„Vér höfum gert þig ['Abdu'l-Bahá] að athvarfi fyrir allt mannkynið, skildi fyrir alla sem eru á himni og jörðu, rammgerðu vígi fyrir hvern þann sem trúað hefur á Guð, hinn óviðjafnanlega, hinn alvitra“ - Bahá'u'lláh

 

ʻAbduʼl-Bahá fylgdi ungur föður sínum, Bahá'u'lláh, í útlegð og fangavist. Hann var fangi í 45 ár uns hann var leystur úr haldi eftir byltingu Ungtyrkja árið 1908.

Á árunum 1911-1912 lagði hann upp frá Landinu helga í heimsókn til Vesturlanda. Hann fór fyrst til Evrópu og síðan til Vesturheims. Ferðir hans juku hróður trúarinnar til muna og hópur fólks gekk til liðs við hana.

Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út var ʻAbduʼl-Bahá kominn heim til Landsins helga. Hann varði tíma sínum til þjónustu við aðra. Meðal annars skipulagði hann ræktunarframkvæmdir við borgina Tíberías, sem varð til þess að það tókst að afstýra hungursneyð í þeim landshluta meðan á stríðinu stóð.
 

Lýsing á ʻAbduʼl-Bahá

Edward G. Browne, fræðimaður frá Cambridge, sem komst í kynni við ʻAbduʼl-Bahá árið 1890, lýsir honum þannig:

Mynd af ‘Abdu’l-Bahá á gamals aldri.

ʻAbduʼl-Bahá

„Sjaldan hef ég séð mann sem með útliti sínu einu saman hefur haft jafn sterk áhrif á mig. Hár, sterkbyggður, teinréttur, með hvítan túrban og í hvítum kufli, svart liðað axlarsítt hár, breitt og kröftugt enni sem gaf til kynna skarpar gáfur og ósveigjanlegan viljastyrk, haukfrán augu og sterka en viðfeldna andlitsdrætti. Þetta var það sem ég upplifði á mínum fyrsta fundi með ʻAbbás Effendi, meistaranum, eins og hann er kallaður. Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugari helgiritum gyðinga, kristinna manna og múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvoru tveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum að ég hætti að undrast þá virðingu sem hann naut langt utan samfélags fylgjenda föður síns. Um mikilleik þessa manns og vald gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“

 

Kvikmyndin segir frá lífi 'Abdu'l-Bahá og þeim djúpu áhrifum sem hann hafði á fólk, bæði fyrr og síðar. Myndin er með íslenskum texta.