Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

 • 
  30. mars 2017 Höfundur: siá

  Bahá'íar á Akureyri auglýsa í Dagskránni

  Önnur auglýsingin sem bahá'í samfélagið á Akureyri mun birta næstu 40 vikurnar birtist í blaðinu í dag. Þetta er tilvitnun í rit Bahá'u'lláh, í tilefni af því að á þessu ári verða liðin 200 ár frá fæðingu hans.
 • 
  27. mars 2017 Höfundur: siá

  Kyrrðarstund í Mosfellsbæ

  Kyrrðarstund verður haldin hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur, Reykjabyggð 55, í Mosfellsbæ næst komandi þriðjudagskvöld kl 20. Allir hjartanlega velkomnir.
 • 
  24. mars 2017 Höfundur: siá

  Rainn Wilson á sumarskólanum

  Aðalfyrirlesari á bahá'í sumarskólanum í ár verður Rainn Wilson. Hann er þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "The Office." Skráning á skólann, sem að þessu sinni verður haldinn í Reykhólaskóla dagana 14.-18. júní, stendur nú yfir.
 • 
  23. mars 2017 Höfundur: siá

  Tilvitnanir úr ritum Bahá'u'lláh í Dagskránni á Akureyri

  Bahá’í samfélagið á Akureyri mun birta vikulega tilvitnanir í rit Bahá'u'lláh í tilefni af því að í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Auglýsingarnar munu birtast í Dagskránni sem er sjónvarps og auglýsinga miðill gefinn út á Akureyri.
 • 
  23. mars 2017 Höfundur: siá

  Bænakvöld og leshringur í Reykjanesbæ

  Bænakvöld og leshringur verður í Bahá'í miðstöðinni að Túngötu 11 Reykjanesbæ fimmtudaginn 23. mars kl. 20:00. Allir velkomnir.
 • 
  21. mars 2017 Höfundur: siá

  10000 trjáplöntur gróðursettar í Skógum í vor

  Á komandi vori verður plantað 10.000 trjáplöntum af ýmsum tegundum í skógræktargirðinguna í Skógum undir handleiðslu, ráðgjöf og í samstarfi við Skógræktina.
 • 
  19. mars 2017 Höfundur: siá

  Fjölmenni á hrífandi nýárshátíð

  Fjölmenni var á hrífandi naw-rúz (nýárshátíð bahá'ía), árið 174 samkvæmt badí tímatalinu, sem samfélögin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ héldu sameiginlega í Árskógum 4, í Mjódd. Óhætt er að fullyrða að hátíðin hefur sjaldan verið glæsilegri.
 • 
  17. mars 2017 Höfundur: siá

  Nýárshátíð bahá'ía

  Naw-rúz hátíð
  Verið velkomin á nýárshátíð bahá'ía 19. mars kl. 18:00 að Árskógum 4 í Mjódd.
 • 
  13. mars 2017 Höfundur: siá

  Sameiginleg nýárshátíð

  Andleg svæðisráð Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar halda sameiginlega nýárshátíð þann 19. mars, kl. 18, að Árskógum 4 í Mjódd. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru bahá'íar eða ekki. Nýtt bahá'í ár hefst 20. mars, að lokinni föstunni sem enn stendur yfir.
 • 
  12. mars 2017 Höfundur: siá

  Kyrrðarstund í Mosfellsbæ

  Kyrrðarstund verður haldin að venju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 14. mars, kl. 20, á heimili Ólafs Haraldssonar og Ragnheiðar Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55. Slíkar kyrrðarstundir hafa verið haldnar vikulega á heimili hjónanna um árabil. Á eftir bænalestri er boðið upp á veitingar og rætt um andleg málefni sem tengjast Bahá'í trúnni.
 • 
  12. mars 2017 Höfundur: siá

  Ungmennamót í Njarðvík um páskana

  Ungmennamót verður haldið dagana 12.-15. apríl (í páskaleyfinu) í Bahá'í miðstöð Njarðvíkur að Túngötu 11. Farið verður í gegnum Ruhi bók 1. Námskeiðið er opið fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa.
 • 
  10. mars 2017 Höfundur: siá

  Þemakvöld í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ

  Á þemakvöldi sem verður haldið í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ, Túngötu 11, fimmtudaginn 9. mars kl. 20 verður fjallað um lífið eftir dauðann, sagt frá nýjustu rannsóknum á nærdauðareynslu, hugmyndum trúarbragðanna um það sem tekur við að loknu þessu lífi og margt annað spennandi og dularfullt. Allir hjartanlega velkomnir!
 • 
  5. mars 2017 Höfundur: siá

  Bahá'í föstumánuðurinn er hafinn

  Paradísarfugl
  Síðasti mánuður ársins er föstumánuður, en hver mánuður stendur í 19 daga samkvæmt bahá'í tímatalinu. Fastan hófst 1. mars og stendur til 19. mars, að báðum dögum meðtöldum. Á þessu tímabili er lögð mikil áhersla á bænir og hugleiðslu. Átrúendurnir neita sér um mat og drykk frá kl. 6 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.
 • 
  4. mars 2017 Höfundur: siá

  Nýr áfangi í byggingu tilbeiðsluhúss hefur náðst

  Mynd af lóð tilbeiðsluhússins
  AGUA AZUL, Kólumbíu — Mikilvægur áfangi við byggingu svæðistilbeiðsluhúss í Agua Azul, þorpi í Norte del Cauca, Kólumbíu, náðist nýlega. Byggingarframkvæmdir hófust formlega í janúar, eftir undiritun samninga við byggingarfyrirtæki á staðnum.
 • 
  24. febrúar 2017 Höfundur: rbadi76

  Fyrirheit um heimsfrið endurútgefið

  Bahá'í útgáfan hefur endurútgefið yfirlýsingu Allsherjarhúss réttvísinnar frá 1985, sem nefnist Fyrirheit um heimsfrið. Þessi yfirlýsing er einstæð í sögu Bahá'í trúarinnar því henni er beint til þjóða heimsins og inniheldur bæði fyrirheit og varnaðarorð til alls mannkyns.

Síður