Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

  • 
    22. janúar 2025 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    „Dagur heimstrúar“ haldinn í Kópavogi

    Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
  • 
    31. desember 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Annáll ársins 2024 frá Bahá’í heimsfréttaþjónustunni

    Samsett mynd frá starfi bahá'ía árið 2024.
    BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
  • 
    23. desember 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    BIC New York: Aukinn stuðningur við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem Íran er gagnrýnt fyrir ofsóknir gegn bahá’íum

    Mynd af fánaborg við höfuðstöðvar SÞ.
    Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
  • 
    12. desember 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Egyptaland: Háttsettur bahá’í embættismaður handtekinn og numinn á brott

    Mynd með textanum "Breaking News" ásamt nafni Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.
    EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
  • 
    27. nóvember 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Helgidómur Bábsins: Framkvæmdum við helgidóminn lokið

    Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt og torg fyrir framan helgidóminn stækkað.
    Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.
  • 
    27. nóvember 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Bahá’í tilbeiðsluhús: Tilkynnt um þrjú ný tilbeiðsluhús

    Samsett mynd, blátt ljósbrot.
    BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt að reist verði þrjú ný bahá’í tilbeiðsluhús sem mun marka enn einn áfangann á þeirri vegferð að gera sýna um þessar helgu byggingar að veruleika, táknmyndir um andlegan lífsþrótt og einingu.
  • 
    30. október 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Innsýn af vettvangi: Framlag bahá’ía í Íran til þjóðfélagsins kannað í hlaðvarpi

    Mynd af Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum.
    BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Í nýjasta hlaðvarpsþættinum frá Bahá’í heimfréttaþjónstunni kannaði Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum, hve mikið bahá’íar í Íran hafa lagt af mörkum til íransks þjóðfélags. Dr. Yazdani sagði frá framlagi þeirra á ýmsum sviðum, meðal annars í heilbrigðis-, landbúnaðar- og menntamálum.
  • 
    30. október 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Ný ritgerð sem beinir athyglinni að minnkandi líffræðilegri fjölbreytni og endurmótun tengsla við náttúruna

    Mynd af grein um líffræðilegan fjölbreytileika og tengsl við náttúruna á vefnum The Bahá'í World
    BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna. Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.
  • 
    26. september 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    BIC New York: Ungmenni tjá sig um hnattræn gagntengsl í nýju myndbandi

    Mynd af viðmælendum í myndbandi
    BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
  • 
    18. september 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Leið­toga­fundur um fram­tíðina: Leið­togar hvattir til að endur­hugsa heims­skipan í yfir­lýsingu Alþjóð­lega bahá’í sam­félags­ins

    Grafík sem birtist á kápu yfirlýsingar Alþjóðlega bahá'í samfélagsins á ensku.
    BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
  • 
    4. september 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Umtalsverðar framkvæmdir við helgidóm Bábsins

    Frumteikning William Sutherland Maxwells af yfirbyggingu helgidóms Bábsins.
    Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
  • 
    28. júlí 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Ungmenni frá Íslandi sækja ungmennaráðstefnu í Staffordshire

    Mynd af Matthildi Amalíu og Chadman ásamt Richard Fusco.
    Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
  • 
    17. júlí 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Rækt lögð við sál og skóg á sumarmóti bahá’ía

    Hópmynd frá Bahá'í sumarmóti í júlí 2024 á Reykhólum.
    Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.
  • 
    13. júlí 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Lúxemborg: Að sigrast á óvirkni með samfélagsuppbyggingu

    Samsett mynd frá starfi bahá'ía og samstarfsaðila við Lúxemborgarháskóla.
    ESCH-BELVAL, Lúxemborg — Undanfarin þrjú ár hefur vaxandi samræða í Lúx­em­borg beinst að því að kanna hlutverk samfélagsins í að sigrast á áskorunum sem felast í óvirkni og félagslegri sundrung með því að rannsaka rætur slíks sam­félags­meins. Með milligöngu bahá’ía í Lúxemborg er leitast við að brúa bilið milli kenninga og hagnýtra framkvæmda með því að leiða saman fræðimenn og fulltrúa borgaralegs samfélags. Í Lúxem­borg­ar­há­skóla eru haldnir umræðufundir þar sem leitast er við að efla hugsun um hvernig best sé að stuðla að samheldnara samfélagi.
  • 
    18. júní 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

    Saga okkar er ein – ár liðið frá upphafi átaks

    Samsett mynd með grafík - 10 bahá'í konur sem voru líflátnar árið 1983
    BIC GENF – Í dag er ár liðið frá því að Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) hleypti af stokkunum átakinu #OurStoryIsOne (#SagaOkkarErEin) til heiðurs 10 bahá’í konum sem, á einni nóttu fyrir fjórum áratugum síðan, voru hengdar í borginni Shírāz í Íran fyrir trú sína.

Síður