BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.
ESCH-BELVAL, Lúxemborg — Undanfarin þrjú ár hefur vaxandi samræða í Lúxemborg beinst að því að kanna hlutverk samfélagsins í að sigrast á áskorunum sem felast í óvirkni og félagslegri sundrung með því að rannsaka rætur slíks samfélagsmeins. Með milligöngu bahá’ía í Lúxemborg er leitast við að brúa bilið milli kenninga og hagnýtra framkvæmda með því að leiða saman fræðimenn og fulltrúa borgaralegs samfélags. Í Lúxemborgarháskóla eru haldnir umræðufundir þar sem leitast er við að efla hugsun um hvernig best sé að stuðla að samheldnara samfélagi.
BIC GENF – Í dag er ár liðið frá því að Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) hleypti af stokkunum átakinu #OurStoryIsOne (#SagaOkkarErEin) til heiðurs 10 bahá’í konum sem, á einni nóttu fyrir fjórum áratugum síðan, voru hengdar í borginni Shírāz í Íran fyrir trú sína.
Húsfyllir var á listaviðburðinum Saga okkar er ein sem fram fór í Bahá’í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1 um síðustu helgi. Um tugur listaverka var til sýnis auk þess sem hlýða mátti á tvö frumsamin tónverk í heyrnartólum. Sérstök dagskrá með ljóðalestri og söng fór fram klukkan 15:00 báða daga sýningarinnar. Einnig var föndur í boði fyrir alla aldurshópa.
Þessa helgi fer fram listaviðburðurinn Saga okkar er ein í bahá’í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1 í Reykjavík. Að viðburðinum stendur hópur bahá’ía og vina þeirra sem tóku sig saman til að svara ákalli Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) til að heiðra baráttu og þrautseigju kvenna í Íran fyrir réttlæti og frelsi undir myllumerkinu #OurStoryIsOne.
Bahá’í útgáfan hefur gefið út á prenti íslenska þýðingu á bréfi Allsherjarhúss réttvísinnar dagsettu 28. nóvember 2023 sem ber heitið Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar.
Um síðustu helgi lauk 53. landsþingi bahá’ía á Íslandi sem náði hápunkti með kosningu Andlegs þjóðarráðs bahá’ía Íslandi síðdegis á laugardag. Nítján fulltrúar frá sjö kjördæmum kusu á þinginu í bænaranda og eftir hugleiðslu, án nokkurs kosningaáróðurs eða stuðningsöflunar. Allir fullorðnir bahá’íar búsettir á Íslandi sem náð hafa 21 árs aldri eru í kjöri.
ALÞJÓÐLEGA BAHÁ’Í SAMFÉLAGIÐ, GENF — Yfir 150 íranskir mannréttindafrömuðir og aðgerðasinnar á sviði stjórn- og þjóðfélagsmála hafa undirritað öfluga opinbera yfirlýsingu (á persnesku með enskri þýðingu) þar sem þeir fordæma „nýja handtökubylgju gegn bahá’íum og hvernig brotið er á grundvallarmannréttindum og borgaralegum réttindum þeirra.“
PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu — Í nýja bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Papúa Nýju-Gíneu (PNG), mynda 432 timburplötur, sem innlendir handverksmenn hafa skorið út, ramma um þær níu dyr sem brátt munu standa fjölbreyttum ættflokkum landsins opnar.
PATNA, Indlandi — Í nýlegri heimsókn til Bahá’í heimsmiðstöðvarinnar ræddi Bhavna Anbarasan, meðlimur Álfuráðs Asíu, við heimsfréttaþjónustuna um hvernig samfélagsuppbygging í þorpum í Bihar-fylki á Indlandi er að skapa nýja jafnréttismenningu.
Bahá’í útgáfan hefur gefið út nýja samantekt sem ber heitið Skipan komið á heiminn – Uppbygging og varðveisla traustra hjónabanda. Samantektin var unnin af Rannsóknadeild Allsherjarhúss réttvísinnar og kom út í ágúst 2023 á ensku.
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.