Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hnattvíð sýn


Jóhanna Jochumsdóttir flytur fyrirlestur á bahá'í sumarskólanum að Reykjum í Hrútafirði, í júní 2019, um andlega eflingu unglinga og samfélagsuppbyggingu.
Jóhanna Jochumsdóttir flytur fyrirlestur á bahá'í sumarskólanum að Reykjum í Hrútafirði, í júní 2019, um andlega eflingu unglinga og samfélagsuppbyggingu.

 

„Jörðin er aðeins eitt ættland og mannkynið þegnar þess“ 

Tilvitnunin hér að ofan er mjög einkennandi fyrir meginstefið í boðskap Bahá'u'lláh, kenningu hans um einingu mannkyns. 

Fyrri opinberendur Guðs sögðu fyrir um framtíðarríki friðar, réttlætis og einingar á jörðinni. Baháʼuʼlláh kennir að þessi tími fari nú í hönd. 

 

Leiðin að markinu

Eining er nauðsynleg undirstaða allra framfara að sögn Baháʼuʼlláh: „Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika fyrr en eining þess hefur verið tryggilega grundvölluð.“  Hann staðhæfir jafnframt: Svo máttugt er ljós einingar, að það getur uppljómað alla jörðina.“

Í ritum sínum bendir Bahá'u'lláh á þau félagslegu atriði sem stuðla að einingu í heiminum. 

  •     Sjálfstæð leit að sannleikanum
  •     Viðurkenning á einingu mannkyns
  •     Viðurkenning á einingu trúarbragða
  •     Útrýming hverskyns fordóma
  •     Jafnrétti karla og kvenna
  •     Útrýming fátæktar annarsvegar og óheftrar auðssöfnunar hinsvegar
  •     Allsherjarskyldumenntun 
  •     Alþjóðlegt hjálpartungumál 
  •     Samræmi milli vísinda og trúar
  •     Heimsbandalag sem tryggir öryggi og einingu mannkyns

 

Elínrós Benediktsdóttir og dóttir hennar Sandra Júlía syngja um Táhirih sem leið píslarvættisdauða fyrir málstað Bábsins og jafnrétti kynjanna

 

Tveir vængir

Fyrir rúmlega einni öld var jafnrétti karla og kvenna sett fram í fyrsta sinn í sögu trúarbragðanna af Bahá'u'lláh. Hann lýsti því yfir að konur skyldu njóta sambærilegrar menntunar og karlar og sömu réttinda í  þjóðfélaginu. Bæði karlar og konur munu hagnast á því þegar jafnrétti kynjanna verður að veruleika um allan heim. Í bahá'í ritunum segir: „Hinn mannlegi heimur samanstendur af tveimur vængjum -karlkyni og kvenkyni. Svo lengi sem þessir vængir eru ekki jafnir að burðum, mun fuglinn ekki fljúga. Afburðageta mannkyns mun ekki koma í ljós fyrr en konur ná sömu stöðu, fyrr en þær hasla sér völl á sömu sviðum og karlar; aðeins þá mun mannkyn svífa til hæða raunverulegs árangurs.“

 

Eining í fjölbreytileika

Bahá'í heimssamfélagið endurspeglar þessa hnattvíðu sýn. Það er þverskurður af mannkyninu.

Engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari en baháʼí trúin, að kristindómi einum undanskildum. Baháʼí samfélög eru starfandi í meira en 200 löndum. Yfir 5 milljónir manna játa trúna. Hún er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima. Einkunnarorð hennar eru „eining í fjölbreytileika.“ 

 

Brot úr íslenskri fræðslumynd um bahá'í trúna