Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar á Íslandi


Landsþing bahá'ía árið 2018 var haldið í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1
Landsþing bahá'ía árið 2018 var haldið í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1

 

„Þess er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína, heldur þess sem elskar heiminn“ - Bahá'u'lláh
 

Þórhallur Bjarnason, síðar biskup, tók þannig til orða í grein sem birtist í Nýja Kirkjublaðinu, árið 1908: Kenningar hans [Baháʼuʼlláh] eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið. Að því best er vitað eru þetta fyrstu ummælin um baháʼí trúna sem birtust á prenti hér á landi.

 

Fyrsti Íslendingurinn til að játa trúna

Mynd af Hólmfríði Árnadóttur

Hólmfríður Árnadóttir

Árið 1924 kom til landsins bandarísk kona, Amelia Collins að nafni. Í stuttri heimsókn sinni kynntist hún Hólmfríði Árnadóttur, sem seinna lýsti yfir trú sinni á Bahá'u'lláh, fyrst allra Íslendinga. Hún þýddi og undirbjó útgáfu fyrstu baháʼí bókarinnar á íslensku: Baháʼuʼlláh og nýi tíminn.

Þegar önnur bandarísk kona, Martha Root, kom til landsins árið 1936 í þeim tilgangi að kynna bahá'í málstaðinn var Hólmfríður hennar stoð og stytta. Þá var trúin boðuð opinberlega í fyrsta sinn hérlendis á opinberum fundum og í fjölmiðlum, bæði útvarpi og blöðum.

 

 

 Andlegt þjóðarráð baháʼía kosið í fyrsta sinn á Íslandi

Í tíu ára alþjóðlegri kennsluáætlun fékk baháʼí samfélagið í Kanada það verkefni að sjá um þróun trúarinnar á Íslandi. Árið 1958 kom fyrsti kanadíski brautryðjandinn, Margaret Allmann, til landsins og settist hér að. Fleiri fylgdu á eftir. Þetta hafði það í för með sér að hægt var að stofna andlegt svæðisráð í Reykjavík árið 1965.

 

Mynd af fyrsta Andlega þjóðarráði bahá'ía á Íslandi

Fyrsta þjóðarráðið

Árið 1971 voru stofnuð þrjú andleg ráð til viðbótar; í Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. Í framhaldi af því var hægt að kjósa í fyrsta sinn til Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Íslandi, árið 1972. Á Íslandi eru nú sex andleg svæðisráð starfandi: í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Akureyri og Norðurþingi. Átrúendurnir eru alls 305.

 

Fyrsta bókin um trúna eftir Íslending

Talsvert hefur verið gefið út af bahá'í helgiritum eða kynningarritum um trúna á íslensku. „Bahá'u'lláh, líf Hans og Opinberun“ eftir Eðvarð T. Jónsson, sem kom út árið 1982, er fyrsta bókin um trúna eftir íslenskan höfund. 

Alþjóðlegt samstarf

Árið 1973 tók Andlegt þjóðarráð baháʼía á Íslandi í fyrsta sinn þátt í kosningu til Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stjórnstofnunar baháʼí heimsins. Ári síðar hófst fimm ára áætlun um útbreiðslu baháʼí trúarinnar. Í henni fékk íslenska baháʼí samfélagið meðal annars það verkefni að sjá um þróun trúarinnar í Færeyjum. Á þessum tíma fóru margir íslenskir brautryðjendur til Færeyja til að styrkja og efla baháʼí samfélagið þar. Auk þess hafa bahá'íar tekið þátt í uppbyggingu trúarinnar á Grænlandi.

 

Eignir

Baháʼí þjóðarmiðstöð er staðsett að Kletthálsi 1 í Reykjavík. Auk þess á samfélagið land undir baháʼí tilbeiðsluhús að Kistufelli í Kollafirði og jörðina Skóga í Þorskafirði, sem það erfði eftir Jochum Eggertsson skáld og rithöfund. Þar er unnið að skógrækt í samstarfi við Skjólskóga á Vestfjörðum.

 

Mæðgurnar Elínrós og Sandra Júlía flytja lag Jónasar Bjarnasonar: Í fjarlægð. Þetta er líklega fyrsta lagið sem samið var á íslensku um Bahá'u'lláh.