„Sökkvið yður í úthaf orða Minna, svo að þér megið afhjúpa leyndardóma þeirra og uppgötva allar perlur viskunnar, sem liggja fólgnar í djúpum þess.“ - Bahá'u'lláh
Ritningalestur
Bahá'í helgirit, rit Bahá’u’lláh, Bábsins og 'Abdu'l-Bahá, eru mjög mikil af vöxtum. Talið er að rit Bahá'u'lláh eins nemi um 100 bindum, ef allt væri talið. Helgiritin hafa verið þýdd á yfir 800 tungumál. Meðal bahá'í helgirita sem komið hafa út á íslensku má nefna Kitáb-i-Íqán (Bók fullvissunnar), Hulin orð og Úrval úr ritum Baháʼuʼlláh. Auk þess er vert að geta samantektanna Bahá'í bænir og Lind lifandi vatna.
Á vefnum „Bahá'í ritningar kvölds og morgna“ eru ritningar fyrir hvern dag ársins.
Bahá'í bænir á íslensku á netinu
Meginpersónur trúarinnar: Bábinn, Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá, opinberuðu allir fjölmargar bænir fyrir alls konar tilefni. Á netinu er að finna safn bæna á ýmsum tungumálum. Með því að velja "íslenska" undir valmyndinni efst til vinstri er hægt að nálgast efnið. Undir öðrum valmyndum er boðið upp á að velja ákveðna gerð bæna og orðaleit. Sjá hér
Elínrós Benediktsdóttir og dóttir hennar Sandra Júlía Matthíasardóttir flytja lag Elínrósar við ritningarvers úr bókinni Hulin Orð eftir Bahá'u'lláh
Bahá'í bænabók
Ókeypis PDF skrá með nýjustu útgáfu Bahá'í bænabókarinnar er fáanleg hér: Bahá'í bænabók