Bæði 'Abdu'l-Bahá og Shoghi Effendi unnu hörðum höndum að því að byggja upp Bahá'í heimsmiðstöðina á Karmelfjalli, eins og Bahá'u'lláh gaf fyrirmæli um í ritum sínum. Karmelfjall er bæði andleg og stjórnarfarsleg miðstöð trúarinnar, því helgidómur Bábsins er í næsta nágrenni við heimsmiðstöðina. Helgidómurinn hýsir líka jarðneskar leifar 'Abdu'l-Bahá.
Pílagrímar koma víðs vegar að úr heiminum til að biðjast fyrir í helgidómi Bábsins og 'Abdu'l-Bahá. Jafnframt heimsækja þeir helgidóm Bahá'u'lláh í Bahjí, helgasta stað trúarinnar, og aðra sögustaði á svæðinu, svo sem fangelsi Bahá'u'lláh í 'Akká; Mazraih, þar sem Hann dvaldi fyrstu árin eftir dvölina í 'Akká og Ridvángarðinn, sem Bahá'u'lláh heimsótti öðru hvoru síðustu ár ævi sinnar. Þeir skoða einnig bahá'í stjórnarfarsbyggingarnar á boganum á Karmelfjalli. Þar á meðal aðsetur Allsherjarhúss réttvísinnar, Alþjóðlegu kennslumiðstöðina, Miðstöð textarannsókna og Alþjóðlega safnahúsið.
Fræðslumynd með íslenskum texta um pílagrímsferðir bahá'ía til Landsins helga