Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Pílagrímsferðir


Pílagrímar ganga upp stallana að helgidómi Bábsins
Pílagrímar ganga upp stallana að helgidómi Bábsins

 

Bæði 'Abdu'l-Bahá og Shoghi Effendi unnu hörðum höndum að því að byggja upp Bahá'í heimsmiðstöðina á Karmelfjalli, eins og Bahá'u'lláh gaf fyrirmæli um í ritum sínum. Karmelfjall er bæði andleg og stjórnarfarsleg miðstöð trúarinnar, því helgidómur Bábsins er í næsta nágrenni við heimsmiðstöðina. Helgidómurinn hýsir líka jarðneskar leifar 'Abdu'l-Bahá.

Bahá'í pílagrímar frá Færeyjum í Ridván garðinum fyrir utan 'Akká

Pílagrímar frá Færeyjum í Ridvángarðinum 

Pílagrímar koma víðs vegar að úr heiminum til að biðjast fyrir í helgidómi Bábsins og 'Abdu'l-Bahá. Jafnframt heimsækja þeir helgidóm Bahá'u'lláh í Bahjí, helgasta stað trúarinnar, og aðra sögustaði á svæðinu, svo sem fangelsi Bahá'u'lláh í 'Akká; Mazraih, þar sem Hann dvaldi fyrstu árin eftir dvölina í 'Akká og Ridvángarðinn, sem Bahá'u'lláh heimsótti öðru hvoru síðustu ár ævi sinnar. Þeir skoða einnig bahá'í stjórnarfarsbyggingarnar á boganum á Karmelfjalli. Þar á meðal aðsetur Allsherjarhúss réttvísinnar, Alþjóðlegu kennslumiðstöðina, Miðstöð textarannsókna og Alþjóðlega safnahúsið. 

 

Fræðslumynd með íslenskum texta um pílagrímsferðir bahá'ía til Landsins helga