„Sannlega segi Eg, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt raust hins Fyrirheitna.“
Árið 2017 voru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá‘u‘lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í tilefni þess lét Andlegt ráð bahá'ía í Reykjavík útbúa námskeið um líf hans og kenningar. Námskeiðið er í átta hlutum. Fjórir þeirra eru nú komnir inn á You Tube.
1. hluti: Hinn fyrirheitni dagur nálgast - Æskuár Bahá'u'lláh. 2. hluti: Dögun – Bábí tímabilið. 3. hluti: Dýrð Guðs – Bagdað og opinberunin. 4. hluti: Konstantínópel og Adríanópel.
Þeir hlutar námskeiðsins sem eru væntanlegir eru: 5. hluti: Prísundin mesta, Höll gleðinnar og uppstigning Bahá’u’lláh. -'Akká og Bahjí. 6. hluti: Opinberun Bahá’u’lláh. - Rit hans. 7. hluti: Leiðsögn. - Líferni og félagslegar kenningar. 8. hluti: Sáttmáli Bahá’u’lláh. - Upphaf sem á sér ekki endi.