Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fræðsluefni


Álfuráðgjafar fyrir framan setur Allsherjarhúss réttvísinnar
Álfuráðgjafar fyrir framan setur Allsherjarhúss réttvísinnar

 

 „Sannlega segi Eg, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt raust hins Fyrirheitna.“ 

 

 

Dr. Margrét Gísladóttir: Ytri og innri áskoranir ungs fólks

 

Dr. Margrét Gísladóttir fjallar um efnið út frá sínum fræðum og vísar einnig í Bahá'í ritningar um þetta málefni. Dr. Margrét er sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún vinnur í Domus Mentis geðheilsustöð og býður upp á meðferð fyrir fjölskyldur ungs fólks með geðrænan vanda og einnig býður hún upp á hjónameðferð. Margrét er meðlimur Andlegs svæðisráðs bahá'ía í Reykjavík. 

 

 

Sigurður Ingi Ásgeirsson: Hvernig getum við vitað fyrir víst hvort Bahá'u'lláh sé sannur spámaður eða falsspámaður?

 

 

 

Guðmundur Steinn Guðmundsson: Samræmi vísinda og trúarbrögð

 

 

 

Kristín Svanhildur Ólafsdóttir: Stighækkandi opinberun eins og hún birtist í Biblíunni

 

Opið hús á netinu. Kristín Svanhildur Ólafsdóttir fjallar um Stighækkandi opinberun eins og hún birtist í Biblíunni

 

 

Sigurður Ingi Ásgeirsson: Viðhorf Bahá'ía til Kristinnar trúar

 

Opið hús á netinu. Sigurður Ingi Ásgeirsson ræðir um afstöðu Bahá'ía til Kristinnar trúar.

 

 

Ómar Annisius: "Fólk á flótta"

 

Opið hús á netinu. Ómar Annisius lögreglumaður ræðir um flóttamannavandann í ljósi Bahá'í kenninganna.

 

Svanur Gísli Þorkelsson: "Ný alheimsskipan og alþjóðahyggja"

 

 Erindi sem Svanur Gisli Þorkelsson flutti á opnu húsi á netinu og umræðurnar sem fylgdu í kjölfarið.

 

 

Ólafur Eðvarðsson: "Þjáningar"

 

 Opið hús á netinu. Ólafur Eðvarðsson ræðir um efnið "þjáningar" í ljósi Bahá'í kenninga.

 

 

Douglas Martin ræðir þróun Bahá'í trúarinnar

 

Douglas Martin, fyrrverandi meðlimur Allsherjarhús réttvísinnar, ávarpar íslenska bahá'ía. Aðeins á ensku.

 


 

Bahá'í tónlist kynnt

Svanur Gísli Þorkelsson fjallar um hlutverk tónlistar í Bahá'í trúnni og kynnir tónlist sem samin hefur verið í anda málstaðarins, bæði hér á landi og erlendis.

 

 

Rúhíyyih Khánum heimsækir Ísland

 

Rúhíyyih Rabbání (8. ágúst 1910 – 19. janúar 2000), sem hét réttu nafni Mary Sutherland Maxwell, en er best þekkt sem Amatu'l-Bahá Rúhíyyih Khánum, var eiginkona Shoghi Effendi, Verndara Bahá'í trúarinnar frá 1921 to 1957. Árið 1952, var hún útnefnd Hönd Málstaðar Guðs, sem fól í sér starf við útbreiðslu og vernd Bahá'í trúarinnar. Hún ferðaðist til mjög margra landa til að útbreiða kenningar trúarinnar og styrkja Bahá'í samfélögin. Þessar upptökur voru gerðar þegar hún heimsótti Ísland 25. og 26. september 1982. Þýðingu önnuðust Svana Einarsdóttir og Ólafur Haraldsson.

 

 

Adib Taherzadeh í Munaðarnesi árið 1977

 

Adib Taherzadeh ræðir um kennslu Bahá'í trúarinnar. Eðvarð T. Jónsson þýðir á íslensku. 7 klukkustundir. Hljóðskrá. Adib var frá Yazd í Persíu. Hann heimsótti Ísland sem álfuráðgjafi. Seinna var hann kosinn til Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stjórnstofnunar Bahá'í trúarinnar og þjónaði þeirri stofnun til dauðadags. Adib var afkastamikill fræðimaður. Eftir hann liggja meðal annars 4 bindi ritraðarinnar "The Revelation of Bahá'u'lláh".

 

 

 

Ráðstefna í tilefni af útkomu ávarpsins "Fyrirheit um heimsfrið"

 

Betty Reed álfuráðgjafi kynnir ávarpið "Fyrirheit um heimsfrið" sem kom út á alþjóðlegu friðarári Sameinuðu þjóðanna árið 1986. Sveinn Magnússon þýðir.

 

 

Tónlist og trúarbrögð

 

Dagskrárgerð: Salbjörg Hotz. Lesarar með henni Sigurður Ingi Jónsson og Sigurður Ingi Ásgeirsson. Þátturinn var hluti af útvarpsþáttum sem Bahá'í samfélagið stóð að á útvarpsstöðinni Rót fyrir mörgum árum síðan.

 

 

Rætt við Barböru Thinat og Svönu Einarsdóttur

Barbara Thinat og Svana Einarsdóttir segja frá því hvernig Bahá'í trúin hefur mótað líf þeirra. Dagskrárgerð: Sigurður Ingi Ásgeirsson. Þátturinn var á dagskrá útvarpsstöðvarinnar Rótar fyrir mörgum árum.

 

Óskar Guðnason

Óskar Guðnason kennari, tónlistarmaður og listmálari segir frá ýmsu áhugaverðu sem hefur á daga hans drifið sem Bahá'í. Til dæmis þegar hann starfaði sem garðyrkjumaður við Bahá'í heimsstöðina eða þegar hann söng í kór við vígslu Bahá'í tilbeiðsluhússins á Indlandi. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Írskur Bahá'í heimsækir trúsystkini sín á Íslandi

John McGill ungur Bahá'í frá Írlandi heimsótti trúsystkini sín á Íslandi á níunda áratugnum. Tekið var viðtal við hann á útvarpsstöðinni Rót. Dagskrárgerð annaðist Sigurður Ingi Ásgeirsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ævi og kenningar Bahá'u'lláh

 

Árið 2017 voru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá‘u‘lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í tilefni þess lét Andlegt ráð bahá'ía í Reykjavík útbúa fyrirlestra um líf hans og kenningar. Fjórir  þeirra eru hér fyrir neðan.

1. hluti: Hinn fyrirheitni dagur nálgast - Æskuár Bahá'u'lláh. 2. hluti: Dögun – Bábí tímabilið. 3. hluti: Dýrð Guðs – Bagdað og opinberunin. 4. hluti: Konstantínópel og Adríanópel.