Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Upphafsár trúarinnar


Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli
Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli

 

„Festið auglit yðar á honum sem Guð mun birta á degi upprisunnar“ - Bábinn

 

Árið 1844 kunngerði 'Alí Muhammad, ungur kaupmaður frá borginni Shíraz í suðurhluta Persíu, að í nánd væri nýr boðberi Guðs sem öll trúarrit heims hefðu talað um og sem leggja myndi grunn að ríki friðar og farsældar í heiminum. Eftir yfirlýsingu sína tók hann sér titilinn Bábinn sem merkir hliðið - þ.e. hliðið að hinum fyrirheitna endurlausnara mannkyns. Bábinn gaf skýrt til kynna í ritum sínum að hann ætti við Baháʼuʼlláh.

Tugir þúsunda manna og kvenna um allt landið urðu fylgjendur Bábsins, en klerkarnir og ríkisstjórnin tóku saman höndum um að kæfa trúna í fæðingunni. Átrúendurnir voru ofsóttir og myrtir í stórum stíl. Árið 1850 var Bábinn sjálfur tekinn af lífi í borginni Tabríz, aðeins þrítugur að aldri.

 

Helgidómur Bábsins

Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael

Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael

Eftir píslarvætti Bábsins var líkamsleifum hans varpað á brún virkisgrafar fyrir utan borgarveggina í Tabríz. Eina nóttina var þeim bjargað af fylgjendum hans. Árum saman voru þær faldar á ýmsum stöðum í Persíu, en loks tókst að flytja þær til Landsins helga. Þær hvíla nú í helgidómi í fögru umhverfi á Karmelfjalli, í borginni Haifa.

 

Rit Bábsins

Rit Bábsins eru mikil af vöxtum. Meginritið nefnist Bayaninn. Hann ritaði einnig margar fallegar og máttugar bænir. Ein sú þekktasta er þessi: „Er nokkur sá er firrir erfiðleikum nema Guð? Seg: Lof sé Guði. Hann er Guð. Allir eru þjónar hans og allir lúta boðum hans.“

 

2. hluti íslenskrar kynningarmyndar um bahá'í trúna.