Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

 • 
  4. mars 2018 Höfundur: siá

  Viðtal við Dr. Hodu Þabet í Morgunblaðinu

  Viðtal við Dr. Hodu Þabet í Morgunblaðinu 3. mars
  Fjölskylda Dr. Hodu Þabet, sem er íslenskur ríkisborgari, var ofsótt í mörg ár í Jemen vegna trúar sinnar, en þau eru öll bahá'í trúar. Faðir hennar, systir og mágur voru meðal þeirra sem hnepptir voru í varðhald, karlmennirnir mánuðum saman. Fjölskyldan vissi ekki hvar þeir væru eða hvort þeir væru á lífi. Fólkið lagði í mikla hættuför um landið, þar sem vægðarlaust stríð hefur geisað árum saman og tókst að lokum að flýja.
 • 
  28. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Evrópskir þingmenn fordæma ofsóknir gegn bahá'íum í Jemen

  Evrópuþingið í Brussels
  Meira en 100 meðlimir Evrópuþingsins og þjóðþinga um alla Evrópu hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir fara fram á að bahá'í fangar í Jemen verði tafarlaust látnir lausir
 • 
  25. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Umdæmissamkomur og aukadagahátíðir fyrir sunnan og norðan

  Umdæmissamkoman sem haldin var í Reykjavík
  Bahá'íar á suðvesturhorninu og á Norðausturlandi héldu umdæmissamkomu og hátíð í tilefni aukadaganna.
 • 
  19. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Viðtal við bahá'ía í Fréttablaðinu

  Davíð Ólafsson
  Í helgarblaði Fréttablaðsins er rætt við Davíð Ólafsson sem játar bahá'í trú.
 • 
  16. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Fjórði meðlimur Yaran hópsins losnar úr fangelsi

  Vinir og fjölskylda taka á móti Saeid Rezaie þegar honum var sleppt úr fangelsi
  Saeid Rezaie, einn af sjö meðlimum hóps bahá'ía sem var í forystu fyrir bahá'íana í Íran, losnaði í dag úr fangelsi, eftir að hafa setið inni saklaus í tíu ár.
 • 
  14. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Friðarsýn: Sögur frá Kongó

  Nágrannar drekka kaffi saman
  Margar fjölskyldur í þorpinu Ditalala í Kongó bjóða nágrönnum sínum að drekka með sér kaffi og fara með bænir saman áður en dagsverkið hefst.
 • 
  12. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Mikilsvirtir lögfræðingar segja Íran til syndanna

  Vefur um ofsóknir gegn bahá'ium í íran var opnaður 18. janúar síðastliðinn
  25 valinkunnir fræðimenn og lögfræðingar sem hafa sérhæft sig í mannréttindamálum birtu í dag opið bréf þar sem þeir hvöttu Mohammad Javad Larijani, yfirmann mannréttinda í Íran, að viðurkenna að bahá'í samfélagið hafi sætt og sæti enn langvarandi ofsóknum af hendi ríkisstjórnar landsins, í ljósi nýrra sannanna, sem hafa komið í ljós.
 • 
  8. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út

  Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út
  Bahá'í dagatal fyrir árið 175 (2018-2019) er komið út. Dagatalið er í A4 stærð prentað á 300 gr. pappír með fallegri og endingargóðri silk matt áferð.
 • 
  4. febrúar 2018 Höfundur: siá

  Aðeins er hægt að útrýma fátækt með gagngerðum kerfisendurbótum

  Daniell Perell, fulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun
  Alþjóðlega bahá'í samfélagið leggur fram tillögur til að koma í veg fyrir fátækt í heiminum, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um félagslega og efnahagslega þróun.

Síður