Hvernig getur þjóðfélag þar sem fólk skilur söguna á mismunandi hátt, aðhyllist ólíka menningu og gildi—sem sum virðast vera á andstæðum pólum—myndað sameiginlega sýn sem er víðfeðmari en það sem skilur okkur að og hampar ekki ákveðnum þjóðfélagshópum eða gerir lítið úr öðrum? Bahá'íar í Ástralíu tókust á hendur tveggja ára verkefni til að kanna þetta og svipaðar spurningar með hundruðum þátttakenda—þar á meðal embættismönum, félagasamtökum, blaðamönnum og fjölmörgum öðrum aðilum—í öllum fylkum og héruðum landsins. ► Nánar á BWNS: https://news.bahai.org/story/1470
Nú er komið í loftið nýtt framsækið vefapp þar sem hægt er að nálgast rit bahá’í trúarinnar á íslensku. Vefappið hefur hlotið nafnið Bahá’í vefbókasafnið og er aðgengilegt á slóðinni bokasafn.bahai.is.
Nú þegar Vanuatu heldur upp á að 40 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin horfir til framtíðar, hafa umræður aukist varðandi það hvaða stefnu menntun barna og ungmenna eigi að taka.
Bahá'í heimsfréttaþjónustan (The Bahá’í World News Service) lítur um öxl yfir ár sem var engu líkt og veitir yfirsýn yfir þær fréttir sem það hefur fjallað um. Þær sögur innan Bahá'í samfélaga um víða veröld sem hafa aukið þolgæði og miðlað von á erfiðum tímum.