Jón Börkur Ákason félagsfræðingur fjallar um yfirlýsingu Alþjóðlega bahá'í samfélagsins á zoom n.k. laugardag kl. 4
Kaþólski presturinn séra Jakob Rolland segir frá því í fréttatilkynningu frá samráðsvettvangi trúfélaga að öll trúfélögin, 21 talsins, sem eiga aðild að samtökunum standi að útgáfunni, en Geoffrey Pettypiece hannaði dagatalið og Lárus E. Bjarnason tók myndirnar. Enginn höfundarréttur fylgir dagatalinu og er því ætlað til dreifingar að vild. Með þessu dagatali er ekki farið í neinn trúboðsáróður af neinu tagi heldur leitast við að miðla upplýsingum til almennings, sem geta nýst á margvíslegan hátt í fjölmenningarþjóðfélagi nútímans. Vonast er til að þetta átak stuðli að samheldni samfélagsins á Íslandi með umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Hér er hægt að sækja sér dagatalið: Þvertrúardagatal.