Þorpshöfðingjar, trúarleiðtogar, meðlimir bahá‘í stofnana og fjöldi annars fólks víðsvegar úr hina víðfeðma Lýðstjórnarlýðveldi Kongó var viðstatt vígslu fyrsta bahá‘í þjóðartilbeiðsluhússins, sem er staðsett í Kinshasa. Myndband fylgir fréttinni.
Meira en 2000 manns alls staðar að úr Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DRC), þar á meðal sérstakir gestir frá öðrum löndum, komu saman í Kinshasa í dag til sérstakrar vígsluathafnar fyrir fyrsta bahá‘í þjóðartilbeiðsluhús heimsins.
30 ára afmæli Bahá‘í rannsóknarsetursins við háskólann í Maryland, Bandaríkjunum, veitir gullið tækifæri til að velta því fyrir sér hvað hefur áunnist í starfi þess, til að stuðla að friðsamari heimi. Myndband fylgir fréttinni.
Bahá‘í tilbeiðsluhúsið í Wilmette, Bandaríkjunum, gekkst nýlega fyrir kvölddagskrá sem innihélt listir og umræður til að halda í heiðri Black History Month. Myndband fylgir fréttinni.
Nýtt ávarp frá Skrifstofu alþjóðlega bahá‘í samfélagsins (BIC) í Brussel fjallar um eina af mest aðkallandi spurningum sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag—hvernig hægt er að sigrast á rasisma og annars konar fordómum. Myndband fylgir fréttinni.
Allt frá hinir mannskæðu jarðskjálftar riðu yfir Türkiye og nærliggjandi lönd, hafa bahá‘í stofnanir bæði á svæðisbundum vettvangi og landsvettvangi verið í nánu sambandi við þau samfélög á hverjum stað sem urðu fyrir skaða til að meta öryggi fólksins og til að samhæfa framlag þeirra til áframhaldandi hjálparstarfs.
Hljómsveitin The Shoreless Sea hefur sent frá sér lagið "Turn Our Faces", sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar, sem mun heita "The Life To Breath".
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Í nýjasta hlaðvarpsþættinum frá Bahá’í heimfréttaþjónstunni kannaði Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum, hve mikið bahá’íar í Íran hafa lagt af mörkum til íransks þjóðfélags. Dr. Yazdani sagði frá framlagi þeirra á ýmsum sviðum, meðal annars í heilbrigðis-, landbúnaðar- og menntamálum.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna. Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.