EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Tæki hans voru gerð upptæk og honum meinað að hafa samband við ættingja eða samstarfsmenn. Seioshanseian var handjárnaður, bundið var fyrir augu hans og hann beittur líkamlegu harðræði, yfirheyrður og honum hótað af fulltrúum öryggisþjónustu ríkisins, Al-Amn Al-Qawmi, og síðan tekinn upp á myndband og þvingaður til að segja að hann hafi ekki sætt illri meðferð.
Alþjóðlega bahá’í samfélagið vekur athygli á þessu svívirðilega atviki og hlutskipti allra bahá’ía í Egyptalandi. Sérstaklega er bent á lagalegar skyldur Egyptalands gagnvart alþjóðaskuldbindingum um pyntingar. „Yfirvöld í Egyptalandi verða að stöðva slíka illa meðferð á embættismönnum og tryggja að hún endurtaki sig ekki og ábyrgjast öryggi og vernd allra bahá’ía og annarra minnihlutahópa,“ segir í færslu á X (áður Twitter).
Þess má geta að Omid Seioshanseian hefur áður verið vísað úr fæðingarlandi sínu Qatar vegna trúar sinnar, ásamt öðrum trúsystkinum sínum í landinu.