BIC GENF – Í dag er ár liðið frá því að Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) hleypti af stokkunum átakinu #OurStoryIsOne (#SagaOkkarErEin) til heiðurs 10 bahá’í konum sem, á einni nóttu fyrir fjórum áratugum síðan, voru hengdar í borginni Shírāz í Íran fyrir trú sína.
Átakið hefur vakið mikla athygli og verið kveikjan að listsköpun frá nánast öllum heimshornum og vakið upp hugleiðingar um langvarandi jafnréttisbaráttu í Íran og um allan heim.
Simin Fahandej, fulltrúi Alþjóðlega bahá’í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, segir, þegar hún lítur til baka til síðustu ára: „Þau miklu viðbrögð, sem komu sem svar við herferðinni Saga okkar er ein, eru til vitnis um þá miklu þrá sem býr í brjósti fólks um allan heim eftir einingu innan fjölskyldu mannsins og eftir jafnrétti kvenna og karla.
„Listaverkin sem herferðin veitti innblástur,“ segir hún ennfremur, „minna á tengslin innan hinnar mannlegu fjölskyldu og sameiginlega löngun okkar eftir sameinuðum heimi.“
Fahandej bætir við: „Með því að minnast þessara 10 bahá’í kvenna í Shírāz er minnt á þrautseigju mannsandans. Þessi herferð hefur orðið mörgum hvatning til að sjá fyrir sér framtíð þar sem jafnrétti og réttlæti eru ekki aðeins hugsjónir heldur raunverulegur veruleiki allra.“
Á vef Bahá’í heimfréttaþjónustunnar má sjá listræna tjáningu af ýmsu tagi sem innblásnar eru af #OurStoryIsOne átakinu. Fleiri dæmi má finna á vefsíðu Alþjóðlega bahá’í samfélagsins. Framlag bahá’ía frá Íslandi má sjá hér.