Á nýafstaðinni málstofu sem skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) í Addis Ababa gekkst fyrir var fjallað um þá staðreynd að loftslagsbreytingar hafa tiltölulega meiri áhrif á líf kvenna en karla.
Vinnan við að klæða hvelfingu bahá'í tilbeiðsluhússins í Lýðveldinu Kongó hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum vikum, ásamt öðrum hlutum byggingarinnar og nánasta umhverfi hennar. Myndband fylgir fréttinni.
Um það bil 200 lögreglumenn á vegum írönsku ríkisstjórnarinnar eyðilögðu sex heimili og yfirtóku meira en 20 hektara lands sem tilheyrir bahá'íum í þorpinu Roushankouh, í Mazandaranhéraði. Myndband fylgir fréttinni.
Stuttmynd sem nefnist “Bahá'í í Egyptalandi: Saga þriggja kynslóða” bregður ljósi á reynslu bahá'í samfélagsins í því landii. Myndband fylgir fréttinni.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt að reist verði þrjú ný bahá’í tilbeiðsluhús sem mun marka enn einn áfangann á þeirri vegferð að gera sýna um þessar helgu byggingar að veruleika, táknmyndir um andlegan lífsþrótt og einingu.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Í nýjasta hlaðvarpsþættinum frá Bahá’í heimfréttaþjónstunni kannaði Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum, hve mikið bahá’íar í Íran hafa lagt af mörkum til íransks þjóðfélags. Dr. Yazdani sagði frá framlagi þeirra á ýmsum sviðum, meðal annars í heilbrigðis-, landbúnaðar- og menntamálum.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna. Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.