Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný útgáfa ritsins "The Bahá'ís" kemur út


25. september 2017 Höfundur: siá
Forsíða ritsins "The Bahá'ís"

Kápa ritsins "The Bahá'ís"

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN - Ný útgáfa af ritinu The Baháʼís með splunkunýju efni, fallegum myndum og glæsilegri hönnun var gefið út 14. september 2017. Ritið The Baháʼís fjallar um kenningar og sögu bahá’í trúarinnar og viðleitni bahá’í samfélagsins til að stuðla að framþróun þjóðfélagsins. Ritið kemur út á þessu ári í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í ritinu er stuttlega greint frá einstæðri ævi og boðskap Bahá'u'lláh, sem hefur snert líf milljóna manna.

Í ritinu er fjallað um ýmis efni, svo sem einingu mannkyns, alheimsfrið, samræmi milli vísinda og trúar, framlag bahá'ía til þjóðfélagslegrar og efnahagslegrar þróunar og stjórnkerfi bahá'í trúarinnar.

Eitt áhugaverðasta efni ritsins er umfjöllun þess um hlutverk trúarbragða í nútíma þjóðfélagi. Á fyrstu síðum þess segir meðal annars: "Hlutverk trúarbragða í nútímaþjóðfélagi þarf að endurskoða í ljósi þeirra grundvallarsanninda sem Bahá'u'lláh setti fram um einingu Guðs, einingu trúarbragða og einingu mannkynsins.”