Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

53. landsþingi bahá’ía á Íslandi lokið


2. maí 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

Um síðustu helgi lauk 53. landsþingi bahá’ía á Íslandi sem náði hápunkti með kosningu Andlegs þjóðarráðs bahá’ía Íslandi síðdegis á laugardag. Nítján fulltrúar frá sjö kjördæmum kusu á þinginu í bænaranda og eftir hugleiðslu, án nokkurs kosningaáróðurs eða stuðningsöflunar. Allir fullorðnir bahá’íar búsettir á Íslandi sem náð hafa 21 árs aldri eru í kjöri.

Á laugardagsmorgun voru Riḍvánboð Allsherjarhúss réttvísinnar lesin og hlýtt á ávarp fulltrúa Álfuráðs Evrópu sem að þessu sinni voru báðir aðstoðarráðgjafar, þau Richard Fusco og Erna Magnúsdóttir. Horft var á myndbandsbrot úr myndinni Bjartar horfur þar sem sýnt er frá starfi bahá’ía í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og að því loknu hófst samráð um Níu ára áætlun bahá’í heimssamfélagsins uns kom að kosningu þjóðarráðsins. Að henni lokinni hélt samráð áfram þar til niðurstaða kosningarinnar lá fyrir.

Eftirtalin voru kjörin til þjónustu í þjóðarráðinu: Bridget Ýr McEvoy, Elínrós Benediktsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Margrét Gísladóttir, Marta Aðalheiður Hinriksdóttir, Matthías Pétur Einarsson, Ólafur Bjarnason, Róbert Badí Baldursson og S. Heiða Steinsson.

Á sunnudag hélt samráð áfram um málefni trúarinnar, þar á meðal fjármál samfélagsins þar sem ársreikningur var lagður fram. Boðið var upp á túlkun af íslensku yfir á ensku fyrir enskumælandi fulltrúa og gesti í gegnum heyrnatól. Hér að neðan má sjá myndir frá Landsþinginu.

 

Hópmynd af þátttakendur 53. landsþings bahá'ía á Íslandi

Þátttakendur 53. landsþings bahá'ía á Íslandi

 

Meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi ásamt aðstoðarráðgjöfum

Meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi ásamt aðstoðarráðgjöfum

 

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs.

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs.

 

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs.

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs. Áheyrendur sitja aftast í salnum.

 

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs.

Fulltrúar og meðlimir fráfarandi þjóðarráðs.

 

Fulltrúar Álfuráðs Evrópu ásamt tveimur fulltrúum.

Erna Magsnúsdóttir (lengst til vinstri) og Richard Fusco (2. frá vinstri) aðstoðarráðgjafar sátu þingið sem fulltrúar Álfuráðs Evrópu.

 

Frá landsþingi

Áhorfendur í sal fylgdust með landsþinginu.

 

Frá landsþingi

Fundargerð landsþings rituð.