Enn er hægt að skrá sig á sumarmótið sem verður haldið á Reykhólum dagana 5. til 8. júlí en frestur til að skrá sig er til og með 28. júní. Skráning fer fram í síma 567-0344 á opnunartíma Bahá’í þjóðarskrifstofunnar eða með því að fylla út rafrænt skráningareyðublað. Sjá hlekk hér fyrir neðan.
Mótið er hugsað fyrir alla fjölskylduna og verður í nokkurs konar ættarmótsstíl með blandaðri dagskrá, samveru og fræðslu, útivist og skógarferð, fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Dagskrá
Gert er ráð fyrir að fólk geti komið á staðinn síðdegis eða að kvöldi föstudagsins 5. júlí en formleg dagskrá verður laugardag og sunnudag. Líkt og í fyrra verður boðið upp á erindi og/eða vinnustofur en ferð að Skógum verður skipulögð eftir hádegi á laugardag. Hægt væri að hnika því til á milli daga ef sérstök ástæða þætti til vegna veðurs. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir dagskrá fyrir börn.
100 ár frá komu Amelíu Collins
Sérstök ástæða er til að vekja athygli á að sumarmótið ber upp á sama tíma og Amelía Collins var á Íslandi fyrir 100 árum, sem varð til þess að Hólmfríður Árnadóttir kynntist trúnni og varð fyrsti Íslendingurinn búsettur á Íslandi til að gerast bahá’íi. Helsti bahá’í sagnfræðingurinn okkar, Bee McEvoy, hefur safnað upplýsingum um Amelíu, það sem vitað er um dvöl hennar hér og samband og samskipti hennar og Hólmfríðar. Bee kemur til með að segja okkur frá þessum upphafspunkti trúarinnar á Íslandi á laugardagskvöldið.
Laugardagur 6. júlí
Fyrir hádegi
Vinna, auður og þjónusta í ljósi bahá’í kenninga – Matthías Pétur Einarsson heldur áfram að skoða með okkur efni sem var til umfjöllunar á sumarmótinu í fyrra.
Eftir hádegi
Ferð til Skóga undir stjórn Skógahópsins
Kvölddagskrá helguð komu Amelíu Collins til Íslands í júlí 1924.
Frásögn og myndir Bee McEvoy
Sunnudagur 7. júlí
Fyrir hádegi
Mótunaröldin – Halldór Þorgeirsson leiðir okkur í gegnum nýútkomið efni Allsherjarhúss réttvísinnar Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar
Eftir hádegi
Mótunaröldin frh.
Kvölddagskrá
Væntum þess að yngri kynslóðin verði hér í aðalhlutverki.
Mánudagur 8. júlí – Brottför
Gert er ráð fyrir heimferð að loknum morgunmat á mánudagsmorgun.
Aðstaðan
Mótið verður haldið í sama húsnæði og í fyrra. Öll gisting í skólanum er í svefnpokaaðstöðu, hvort heldur er í heimavistarherbergjum eða á dýnum í skólastofum. Tíu heimavistarherbergi eru á staðnum en þau eru þegar fullbókuð. Við skólann er hægt að tjalda eða vera með ferðahýsi. Þeir sem ekki treysta sér til að sofa á dýnu í sameiginlegu svefnrými eða í tjaldi ættu sem allra fyrst að athuga með gistingu í grenndinni. – Athugið að ekki er leyft að koma með hunda inn í húsnæði skólans.
Máltíðir
Ekki verður hægt að bjóða upp á fullt fæði og þarf fólk að sjá sér að miklu leyti sjálft fyrir mat. Þó verður boðið upp á kvöldmat bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Hugmyndin er að fólk hafi aðstöðu til að borða nestið sitt í matsalnum þótt ekki verði boðið upp á nema þessa tvo kvöldverði og hafragraut á morgnana fyrir þá sem það vilja.
Aðrir gististaðir í grenndinni