Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Innsýn frá vettvangi: Fjallað um fram­farir í jafn­réttis­mál­um á Ind­landi í hlað­varpi


23. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

PATNA, Indlandi — Í nýlegri heimsókn til Bahá’í heimsmiðstöðvarinnar ræddi Bhavna Anbarasan, meðlimur Álfuráðs Asíu, við heimsfréttaþjónustuna um hvernig samfélagsuppbygging í þorpum í Bihar-fylki á Indlandi er að skapa nýja jafnréttismenningu.

Anbarasan sagði að hreyfingin í átt að auknu jafnrétti í Bihar hefði eflst þar sem sífellt fleiri fjölskyldur taka þátt í samráðsrýmum sem bjóða bæði konur og karla velkomin til að leggja sitt af mörkum til umræðu um bætt samfélag.

Samráðsrýmin gera fólki á öllum aldri kleift að endurskoða viðteknar hugmyndir sem hindra konur og ungar stúlkur í að taka framförum í námi eða taka þátt í ákvarðanatöku á ólíkum sviðum lífsins.

„Mörgum forsendum og hugmyndum þarf að breyta og til þess að breytingar geti átt sér stað þurfum við að skilja hvers vegna þær eru til staðar,“ sagði Anbarasan.


Vertu áskrifandi að hlaðvarpi Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

RSS  |  Spotify  |  Apple Podcasts  |  SoundCloud  |  Tunein  |  iHeart  |  Stitcher


Í þessum umbreytandi umræðum hafa þátttakendur verið að kanna rót ríkjandi samfélagslegra álitamála, með andlegar meginreglur að leiðarljósi. Meginreglur réttlætis og eining mannkyns hafa verið í brennidepli, sem hefur hjálpað fólki að hefja sig yfir efnislegan mismun og stuðlað að einingu í margbreytileika.

Anbarasan benti á þau djúpstæðu áhrif sem samræðurnar hafa haft sem jafnframt hefur leitt til aukinnar vitundar fólks [um málefnið] og gagnrýnnar skoðunar á persónulegum hugsunarhætti og athöfnum.

Hún lýsti því hvernig þetta ferli er að ýta undir dýpri sjálfsskoðun meðal meðlima samfélagsins og tók fram að margir hefðu nú tamið sér að spyrja sjálfa sig um dagleg samskipti sín og hugsanir í ljósi andlegra meginreglna, til dæmis: „Hvernig hugsa ég um þetta í mínu persónulega lífi með fjölskyldunni? Hvaða spurninga get ég spurt sem hjálpa mér að sjá hvað er í samræmi við meginreglu og hverju get ég breytt?“

Einn lykilþáttur sem í gegnsýrir vitund fjölskyldna í þessum samræðum, sagði Anbarasan, er að fleiri og fleiri viðurkenna sálina sem andlegan veruleika, sem hefur ekkert kyngervi, sem hvetur til skilnings á möguleikum einstaklinga og hópa þar sem allir eru velkomnir sem þátttakendur.

 

Samsett mynd með Bhavna Anbarasan í forgrunni.

Bhavna Anbarasan, álfuráðgjafi í Asíu, ræddi við heimsfréttaþjónustuna um hvernig samfélagsuppbygging í þorpum í Bihar-fylki á Indlandi er að skapa nýja jafnréttismenningu.