Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Listgreinar


Ungir og gamlir tónlistarmenn tóku þátt í ráðstefnu um andlega og efnislega umbreytingu samfélagsins, sem haldin var í Veröld, í byrjun apríl 2022.
Ungir og gamlir tónlistarmenn tóku þátt í ráðstefnu um andlega og efnislega umbreytingu samfélagsins, sem haldin var í Veröld, í byrjun apríl 2022.

 

„..á þessum nýja tíma hefur hið opinberaða ljós í helgum töflum sínum kunngert sérstaklega að tónlist, sungin eða leikin, sé andleg fæða fyrir sál og hjarta.“  -  Bahá'u'lláh

 

Við syngjum

 

 

 

Smelltu hér  til að hlaða 2. útgáfu söngbókarinnar Við Syngjum niður eða til að nota hana á netinu. Bókin er eingöngu fáanleg á netinu. 

Söngbókin er gefin út til að hvetja til aukins söngs á samkomum bahá’ía. Í henni eru mörg ný lög, sem voru ekki í 1. útgáfunni, þar á meðal frumsamin íslensk lög og fjöldi nýrra íslenskra texta við erlend lög. Einnig hefur verið bætt við mörgum kristnum sálmum.

Bókin er ókeypis og öllum er frjálst að hlaða henni niður. Hægt er að hlaða henni niður í síma, spjaldtölvu, fartölvu eða borðtölvu. Öllum sem vilja er frjálst að prenta bókina, ákveðna hluta hennar, eða ákveðin lög, til að nota við ýmis tilefni. Með því að smella á titil lags í efnisyfirlitinu flyst bendillinn að viðkomandi lagi í bókinni. Til þess að þessi aðgerð virki þarf að hlaða niður forriti sem les pdf skrár. Mörg slík forrit eru fáanleg á netinu. Ókeypis útgáfan af Adobe Acrobat virkar. Hún er fáanleg bæði fyrir Android og Apple síma. Orðin „YouTube“ fyrir aftan titil lags merkir að það er til á YouTube.

Á YouTube rásinni „Bahá’í samfélagið“ er spilunarlisti (playlist) með heiti bókarinnar: „Við syngjum“. Með því að smella á YouTube merkið í bókinni sjálfri, fer maður inn á staðinn þar sem lagið er á YouTube eða á heimasíðuna Songs for children’s classes (Ruhi songs). Næstum því öll íslensku lögin í söngbókinni eru með skjátexta til að auðvelda fjöldasöng. Sum þeirra eru með söng og skjátexta, en önnur með undirleik og skjátexta. Í nokkrum tilfellum eru báðir valmöguleikarnir til staðar. Auk þess er hægt að leita að lögum úr hverjum kafla fyrir sig í sérstökum spilunarlistum inn á YouTube rásinni „Bahá’í samfélagið“.

 

 

Frumsamin lög

Ýmsir íslenskir bahá'íar hafa spreytt sig á því að semja tónlist við helgirit trúarinnar eða lög sem byggja á hugsjónum hennar. Eitt þessara tónskálda er Salbjörg Hotz. Tveir geisladiskar með lögum hennar hafa verið gefnir út. Þetta er eitt þeirra laga. Það nefnist Seg: Guð nægir öllu framar öllu. Texti lagsins er bæn eftir Bábinn.

 

Málaralist

Ýmsir bahá'íar hafa málað málverk um sögu og kenningar trúarinnar.

 

Málverk eftir Raffaellu prýddi vegg í Veröld, húsi Vigdísar, á bahá'í ráðstefnu sem haldin var í apríl, 2022.

Málverk eftir Raffaellu prýddi vegg í Veröld, húsi Vigdísar, á ráðstefnu um andlega og efnislega umbreytingu samfélagsins, í apríl 2022.

 

Málverk af píslarvottinum og kvenréttindakonunni Táhirih eftir Raffaellu Sigurðardóttur.

Málverk af píslarvottinum og kvenréttindakonunni Táhirih eftir Raffaellu Sigurðardóttur.