Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tónlist„..á þessum nýja tíma hefur hið opinberaða ljós í helgum töflum sínum kunngert sérstaklega að tónlist, sungin eða leikin, sé andleg fæða fyrir sál og hjarta.“ - Bahá'u'lláh

 

Við syngjum

Við syngjum nefnist söngbók sem var tekin saman til að hvetja til söngs í bahá'í samfélaginu. Hún er ókeypis. Smelltu hér til að hlaða bókinni niður eða til að nota hana á netinu. Flest lögin eru til með skjátextum á YouTube.

 

Frumsamin lög

Ýmsir íslenskir bahá'íar hafa spreytt sig á því að semja tónlist við helgirit trúarinnar eða lög sem byggja á hugsjónum hennar. Eitt þessara tónskálda er Salbjörg Hotz. Tveir geisladiskar með lögum hennar hafa verið gefnir út. Þetta er eitt þeirra laga. Það nefnist Seg: Guð nægir öllu framar öllu. Texti lagsins er bæn eftir Bábinn.