Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti í fyrradag um útnefningu til stjórnar Alþjóðlegu bahá’í þróunarstofnunarinnar. Fjölgað hefur verið í stjórninni, úr fimm í sex, og skipa hana þau Elisa Caney, Maame Brodwemaba Nketsiah, Lori McLaughlin Noguchi, Sina Rahmanian, Debra Singh og George Soraya. Útnefningin tekur gildi á Degi sáttmálans, þann 26. nóvember næstkomandi.
Stofnuninni var komið á fót af Allsherjarhúsi réttvísinnar árið 2018. Tilgangur hennar er að stuðla að lærdómi um þróunarstarf með því styðja við aðgerðir á þessu sviði, hvetja til ígrundunar um þær, efla rannsóknir og samráð og safna reynslu með kerfisbundnum hætti og stuðla að þjálfun í ljósi kenninga bahá’í trúarinnar.
Alþjóðlega bahá’í þróunarstofnunin tók við af skrifstofu félags- og efnahagsþróunar við Bahá’í heimsmiðstöðina, sem stofnuð var árið 1983, og hafði umsjón með eflingu og samhæfingu félagslegs og efnahagslegs þróunarstarfs bahá’í samfélagsins. Stjórn stofnunarinnar er skipuð til fimm ára í senn og hefur umsjón með og nýtir Bahá'í þróunarsjóðinn sem komið var á fót á sama tíma.
Lesa má um bahá'í þróunarstarf í nýlegri samantekt sem kom út í fyrra og ber heitið For the Betterment of the World (Til að bæta heiminn).
Fimm af sex meðlimum stjórnar Alþjóðlegu bahá’í þróunarstofnunarinnar. Myndin var tekin stuttu eftir fyrstu útnefningu til stjórnarinnar árið 2018 og því vantar nýjasta meðlim hennar sem útnefnd var í fyrradag. Á myndinni eru (frá vinstri) Sina Rahmanian, Lori McLaughlin Noguchi, Maame Brodwemaba Nketsiah, Elisa Caney og George Soraya.