Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Stjórn Alþjóðlegu bahá'í þróunarstofnunarinnar hefur starf


19. febrúar 2019 Höfundur: siá
Stjórnarmeðlimir Alþjóðlegu bahá'í þróunarstofnunarinnar voru útnefndir til fimm ára. Þeir eru (frá vinstri) Sina Rahmanian, Lori McLaughlin Noguchi, Maame Brodwemaba Nketsiah, Elisa Caney og George Soraya. Þau héldu sinn fyrsta fund nýlega í Bahá'í heimsmiðstöðinni.

Stjórnarmeðlimir Alþjóðlegu bahá'í þróunarstofnunarinnar voru útnefndir til fimm ára. Þeir eru (frá vinstri) Sina Rahmanian, Lori McLaughlin Noguchi, Maame Brodwemaba Nketsiah, Elisa Caney og George Soraya. Þau héldu sinn fyrsta fund nýlega í Bahá'í heimsmiðstöðinni.

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 25. janúar 2019, (BWNS) — Stjórn Alþjóðlegu bahá'í þróunarstofnunarinnar hefur komið saman til fundar í fyrsta sinn. Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti um myndun þessarar nýju stofnunar þann 9. nóvember síðastliðinn. Fimm manna stjórn þróunarstofnunarinnar hélt sinn fyrsta fund í janúar og hóf að undirbúa starfið framundan.

Þróunarstarf hefur aukist mikið innan bahá'í samfélaga síðastliðin 35 ár og tekið á sig skýrari mynd. Fjöldinn allur af þróunarstofnunum sem eru innblásnar af kenningum bahá'í trúarinnar hafa litið dagsins ljós út um allan heim. Þessi þróunarverkefni eru margs konar, til dæmis á sviði menntamála, læsis, heilbrigðismála og umhverfismála. Þau fela í sér aðstoð við flóttamenn, snúa að kvenréttindamálum, eflingu unglingastarfs, afnámi kynþáttafordóma, landbúnaði, efnahagsmálum og þróun sveitaþorpa. Þróunarstofnunin mun vinna að þessum þjóðþrifamálum í stærra samhengi og af meiri krafti. Stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til að efla þetta starf.