Húsfyllir var á listaviðburðinum Saga okkar er ein sem fram fór í Bahá’í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1 um síðustu helgi. Um tugur listaverka var til sýnis auk þess sem hlýða mátti á tvö frumsamin tónverk í heyrnartólum. Sérstök dagskrá með ljóðalestri og söng fór fram klukkan 15:00 báða daga sýningarinnar. Einnig var föndur í boði fyrir alla aldurshópa.
Hópur bahá’ía og vina þeirra stóð fyrir viðburðinum sem var svar við ákalli Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) um að heiðra baráttu og þrautseigju kvenna í Íran fyrir réttlæti og frelsi undir myllumerkinu #OurStoryIsOne. Tilefnið er 40 ára ártíð atburða sem áttu sér stað í Shíraz í Íran árið 1983 þegar tíu bahá’í konur voru pyntaðar og teknar af lífi vegna trúar sinnar sem boðar jafnrétti kynjanna.
Myndir af listaverkunum og svipmyndir frá atburðinum má sjá hér (Sway myndasýning ásamt texta).
#OurStoryIsOne #SagaOkkarErEin
Glærusýning sem sýnd var á viðburðinum (PDF skrá)