Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Að efla von og samkennd: Samkomur á ‘Akká-Haifa svæðinu stuðla að hlýjum samskiptum


5. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Undanfarnar vikur hefur verið staðið fyrir góðum bænasamkomum á ‘Akká-Haifa svæðinu þar sem allir eru velkomnir. Vinir og nágrannar hafa komið saman, óháð menningarlegum eða trúarlegum bakgrunni, til samveru í anda góðvildar og vináttu, þar á meðal þeir sem tilheyra samfélögum gyðinga, múslima, kristinna og drúsa, sem og þeir sem ekki tilheyra trúarhefð.

Þessar samkomur, sem flestar hafa verið skipulagðar af fulltrúum bahá’í trúarinnar auk annarra, hafa leitt til þess að íbúar hafa deilt bænum eða lesið ritningar úr trúarhefðum sínum. Á þessum erfiðu tímum hafa slíkar samverustundir ýtt undir hlýleg samskipti og vakið von hjá viðstöddum sem hafa metið það mikils að fá að njóta samveru með fólki af ólíkum uppruna á innihaldsríkan hátt.

Í vikunni var haldin samkoma í nágrenni við helgidóm Bahá’u’lláh í Bahjí þar sem íbúar frá bæjunum Kafr Yasif, Sheikh Dannun, Clil og Yarka deildu bænum og tónlist úr fjölbreyttum hefðum sínum.

Einn íbúanna á samkomunni sagði: „Þegar maður sér slíkar sálir trúir maður því að heimurinn sé enn þá góður.“

Á fyrri samkomu í samkomuröðinni sem haldin var í Bahjí komu um 30 ungmenni frá Akko Center for Arts & Technology (A-CAT)–samtökum sem stuðla að samfélagslegri samheldni meðal ólíkra hópa íbúa í borginni.

Naim Obeid, framkvæmdastjóri A-CAT, dró saman eðli þessara samkoma: „Þegar fólk með ólík sjónarhorn hittist í slíkum rýmum hittir það „hina“ og „hinir“ verða „við“.“

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessum samkomum.

Samsett mynd frá bænasamkomum.

Öllum hefur verið velkomið að koma á bænasamkomur í ‘Akká-Haifa svæðinu og njóta samveru í anda góðvildar og vináttu, óháð trúarlegum eða menningarlegum bakgrunni.

 

Samsett mynd frá heimsókn til Bahjí.

Hér má sjá nýlega samkomu íbúa frá bæjunum Kafr Yasif, Sheikh Dannun, Clil og Yarka sem heimsóttu Bahjí og deildu bænum og tónlist frá bakgrunni sínum.

 

Samsett mynd úr heimsókn ungmenna.

Hópur ungmenna í ‘Akká heimsótti helgidóm Bahá’u’lláh og kom saman í gestamiðstöð Bahjí til að biðja saman.

 

Samsett mynd frá heimsókn íbúa frá Haifa.

Íbúar á samkomu í Haifa í upplýsingamiðstöð Bahá’í heimsmiðstöðvarinnar.

 

Samsett mynd frá heimsókn sendinefndar frá grísku rétttrúnaðarkirkjunni.

20 manna sendinefnd frá gríska rétttrúnaðarsamfélaginu og meðlimir safnaðarráðsins auk meðlima kvennahreyfingar erkibiskupsins heimsótti helgidóm Bahá’u’lláh og kom síðan saman í gestamiðstöð Bahjí til bænahalds.

 

Samsett mynd frá bænastund í Marónítakirkju.

Í Marónítakirkju var haldin fjöltrúarleg bænastund þar sem 90 manns af ólíkum trúarbrögðum kom saman þar sem lesið var upp úr bænum á mismunandi tungumálum. Ariane Sabet (neðri mynd til vinstri, hægra megin á myndinni), aðstoðarritari Alþjóðlega bahá’í samfélagsins, lýsti yfir þakklæti sínu fyrir samkomuna og las upp bæn um einingu.

 

Samsett mynd frá samkomu með íbúum nálægra bæja.

Hér má sjá aðra samkomu með íbúum frá nálægum bæjum Kafr Yasif, Sheikh Dannun, Clil og Yarka sem heimsóttu Bahjí.