Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Helgidómur ‘Abdu’l‑Bahá: Tígulgrindin afhjúpuð


5. desember 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN ­– Mótin utan um tígulgrind helgidóms ‘Abdu’l‑Bahá hafa verið fjarlægð og þar með hefur formgerð helgidómsins verið afhjúpuð. Helgidómurinn sem nú rís stendur sem tákn um þrotlausa þjónustu ‘Abdu’l‑Bahá í þágu sameiningar mannkyns.

Mynd af miðtorgi helgidómsins, súlum þess og tígulgrind.

Formgerð helgidóms ‘Abdu’l‑Bahá er nú sýnileg í fyrsta skipti; helgidómurinn sem nú rís stendur sem tákn um þrotlausa þjónustu við mannkynið.

Steinsteypan í tígulgrindina, sem hellt var stanslaust í mótin í lok ágúst yfir nítján klukkustunda tímabil, þurfti tíma til að harðna og þorna til fulls áður en hægt var að fjarlægja mótin og vinnupallana. Við hvert mót sem fjarlægt var jókst eftirvæntingin á svæðinu sem náði hámarki með afhjúpun á ótrúlegum afrakstri af helguðu erfiði og nákvæmri skipulagningu.

Nú þegar búið er að fjarlægja vinnupalla og mót af miðtorginu og í kringum miðbygginguna hefur teymið haldið áfram að gera við hvers kyns misfellur sem eðlilega hafa orðið á yfirborði steypunnar þegar mótin voru fjarlægð.

Khosrow Rezai, verkefnastjóri, ræddi við fréttaþjónustuna og lagði áherslu á þann anda samvinnu og einingar sem ríkti í þeim fjölbreytta hópi sem unnið hefur að verkefninu. „Á síðustu fjórum árum hefur djúpstæð hollusta teymisins við að reisa þessa byggingu og ná fram sem mestri fullkomnun aðeins dýpkað.“

Framvinda byggingarverkefnisins er sýnd á myndunum sem hér fylgja á eftir.

Steypumót úr stækkuðu fjölstýreni (e. expanded polystyrene - EPS) sem mótuðu tígulgrindina fjarlægð.

 

Samsett mynd sem sýnir steypumót sem hafa verið brotin upp.

Steypumótin eru brotin upp til að afhjúpa formgerð steypunnar.

 

Samsett mynd sem sýnir tígulgrindina með og án vinnupalla og steypumóta.

Fyrst er vinnupallurinn sem hélt mótunum á sínum stað fjarlægður og síðan eru mótin flysjuð af til að afhjúpa steypuna.

 

Mynd sem sýnir starfsmenn þrífa og fjarlægja steypumót.

Starfsmenn þrífa og fjarlægja fjölstýren af miðtorginu.

 

Mynd sem sýnir vinnusvæðið eftir að allt hefur verið fjarlægt.

Vinnupallarnir sem eftir eru eru fjarlægðir og er svæðið hreinsað í fyrsta skipti frá því að tígulgrindin var fullgerð.

 

Mynd sem sýnir sólarljós koma inn um opin á tígulgrindinni.

Sólarljós kemur inn um opin á tígulgrindinni.

 

Mynd sem sýnir steypuyfirborðið sem á eftir að lagfæra.

Teymið getur nú byrjað að slétta og betrumbæta steypuyfirborðið áður en það verður klætt með marmara.

 

Horft upp í átt að margslungnu geómetrísku mynstri þakbyggingarinnar.

Horft upp í átt að margslungnu geómetrísku mynstri þakbyggingarinnar.

 

Mynd sem sýnir starfsmenn lagfæra misfellur í steypuyfirborðinu og undirbúa næstu fasa vinnunnar.

Starfsmenn lagfæra misfellur í steypuyfirborðinu og undirbúa næstu fasa vinnunnar.

 

Mynd sem sýnir hvernig handrið hafa verið sett í kringum opin til að tryggja öryggi starfsmanna á þakinu.

Handrið eru sett í kringum opin til að tryggja öryggi starfsmanna á þakinu.

 

Mynd sem sýnir verkamann bera steypuhúð á súlurnar til að ná sléttu og einsleitu yfirborði.

Steypuhúð er borin á súlurnar til að ná sléttu og einsleitu yfirborði.

 

Mynd sem sýnir hvernig málmur hefur verið settur yfir opin á þakinu til að halda burtu rigningunni yfir veturinn.

Lokaþrif á miðtorginu. Málmur er settur yfir opin á þakinu til að halda burtu rigningunni yfir veturinn.

 

Mynd sem sýnir miðtorgið.

Nú þegar EPS mót og vinnupallar hafa verið fjarlægðir og búið er að háþrýstiþvo veggina til að fjarlægja múrbrot sem hafði orðið eftir, getur teymið byrjað á næsta skrefi við að búa miðtorgið og tígulgrindina undir það að klæða hana með marmara og gleri á komandi ári.

 

Útsýni yfir miðbygginguna frá norðurtorginu, horft til suðurs.

Útsýni yfir miðbygginguna frá norðurtorginu, horft til suðurs.

 

Samsett mynd sem sýnir m.a. áveituleiðslur á öðrum stöðum helgidómsins.

Á meðan hefur verið haldið áfram að vinna á öðrum stöðum á byggingarsvæðinu. Á vesturöxlinni hafa verið lagðar áveitulagnir sem veita munu vatni í jarðveginn í landmótuninni og verður síðasta jarðvegslagið lagt efst á öxlina.

 

Samsett mynd sem sýnir vinnu við austuröxlina.

Á austuröxlinni hefur meirihluti EPS-mótanna verið settur á sinn stað og er teymið byrjað að bera möl, tjöru, net og steypu á yfirborð axlarinnar. Þessu verki lýkur síðar í vor þegar veðrið verður betra.

 

Samsett mynd sem sýnir gestamiðstöðina frá ýmsum sjónarhornum.

Ytri múrhúðun á gestamiðstöðinni í ‘Akká er nánast lokið.

 

Samsett mynd sem sýnir vinnu innanhúss í gestamiðstöðinni.

Unnið er að uppsetningu á rafkerfum og vélbúnaði í gestamiðstöðinni.