Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Að byggja upp heim sem mótast af umhyggju: Þýðing þess fyrir fjölskylduna og samfélagið


19. september 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

INDORE, INDLAND: Hnattrænar kreppur hafa vakið áhuga á að skapa samfélagsgerð sem byggir á menningu sem mótast af umhyggju. Bahá’í prófessorsembættið fyrir nám þróunarfræðum við Devi Ahilya háskólann hefur hleypt af stokkunum umræðuröð sem ber titilinn „Að byggja upp umhyggjusamari heim.“ Umræður hafa hingað til snúist um fjölskyldu- og samfélagssvið.

Skjal sem prófessorsembættið hefur lagt fram ögrar þeim ríkjandi viðhorfum um mannlegt eðli sem leggja megináherslu á eiginhagsmuni. Mælst er í staðinn  til þess að áherslan verði lögð á mannúð, samvinnu og samfélagslegar aðgerðir.

Arash Fazli, lektor og embættishafi, fjallaði um gengisfellingu samfélagsins á umhyggju og umönnun enda lenda slík störf oftast á konum. Hann benti á samfélagslegar hindranir sem konur standa frammi fyrir vegna þessara rótgrónu hugmynda.

Sudeshna Sengupta og Mubashira Zaidi fjölluðu nánar um áskoranir sem umönnunaraðilar, og þá sérstaklega konur, standa frammi fyrir þegar þær sinna bæði fjölskyldumálum og faglegum hlutverkum.

Dr. Fazli lagði áherslu á það umbreytandi hlutverk sem fjölskyldur gegna í mótun kynjaviðmiða og víðtækari samfélagslegra gilda. Hann talaði fyrir því að börn verði alin upp með áherslu á að þjóna mannkyninu og jörðinni.

Bhavana Issar talaði um áhrif fjölskyldulífs í mótun einstaklingsbundinna gilda, sem ná til víðtækari samfélagslegra samskipta.

Í skjali bahá’í prófessorsembættisins er áhersla lögð á umhyggju með mannkyninu og meðfæddu manngildi og siðferðislegri reisn sérhvers einstaklings.

Dr. Fazli og Martha Moghbelpour beindu athyglinni að hlutverki samfélagsins í nærandi umönnun og lögðu áherslu á mikilvægi menntunar í eflingu einingar og samvinnu.

Martha Moghbelpour deildi sögum af ungum einstaklingum sem taka þátt í bahá’í menntastarfi á Indlandi og sýna fram á kraft menntunar við uppbyggingu samfélaga sem mótast af umhyggju.

Í lokayfirlýsingu sinni kallaði Dr. Fazli eftir því að ríkjandi samfélagslegt óréttlæti væri viðurkennt og ræddi mikilvægi þess að endurmeta samfélagsleg gildi með það fyrir augum að umhyggjan væri í öndvegi.

Í næstu umræðu í röðinni verður fjallað um þýðingu umönnunar á sviði markaðarins.

[Útdráttur unninn af Eðvarði T. Jónssyni úr frétt Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar]

Mynd sem sýnir hendur og blóm

Hnattrænar kreppur hafa vakið áhuga á að skapa samfélagsgerð sem byggir á menningu sem mótast af umhyggju.