Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hlaðvarp: Ungmenni fjalla um bahá’í tilbeiðsluhús og félagslega framþróun


7. september 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

Í nýjasta hlaðvarpinu frá Bahá’í heimsfréttaþjónustunni ræðir ungt fólk sem þjónar við bahá’í heimsmiðstöðina um áhrif bahá’í tilbeiðsluhúsa á samfélagslíf og deila reynslu sinni af því að búa nálægt slíku tilbeiðsluhúsi.

Í þessum þætti segja frá þau Deeba Behrouzi frá Kanada, Leili Zapata Caldas frá Kólumbíu, Pacifique Lolonga frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Aharna Shoghi frá Indlandi. Þau fjalla um hvernig bahá’í tilbeiðsluhúsin sýna fram á samspil þjónustu og tilbeiðslu, um leið og þau leggja af mörkum til efnislegra og félagslegra framfara þjóðfélagsins.

Leili segir: „Það er galdur sem felst í þessu samspili, því innblásturinn sem hlýst af tilbeiðslu fæst ekki annars staðar. Þegar maður setur þessa orku í hluti sem maður gerir í samfélaginu þá eru áhrifin meiri og þau vaxa. Og fólkið í kringum þig deilir þeim með þér.“

Mynd af ungmennunum sem tala í hlaðvarpinu.

Ungmenni fjalla um um áhrif bahá’í tilbeiðsluhúsa á samfélagslíf og deila reynslu sinni af því að búa nálægt slíku tilbeiðsluhúsi.

Vertu áskrifandi að hlaðvarpi Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

RSS  |  Spotify  |  Apple Podcasts  |  SoundCloud  |  Tunein  |  iHeart  |  Stitcher

[Róbert Badí Baldursson þýddi – höfundur fréttar: Bahá’í World News Service]