Bahá’í heimsmiðstöðin — Bahá’í heimsfréttaþjónustan kynnir sérstaka vefsíðu fyrir myndbönd. Á vefsíðunni er að finna alla myndbandaframleiðslu hennar — stutt myndbönd, heimildarmyndir, myndbandshlaðvörp og fleira. Öll myndböndin fjalla um þróun alþjóðlega bahá’í samfélagsins.
Þeir sem heimsækja þessa nýju vefsíðu geta skoðað myndbönd samkvæmt útgáfudegi eða þemum eins og til dæmis opinberri umræðu, þjóðfélagslegum aðgerðum, tilbeiðsluhúsum, helgidómi ‘Abdu’l‑Bahá og mannréttindum bahá’ía.
Bahá’í heimsfréttaþjónustan var stofnuð árið 2000 og birtir umhugsunarverðar og hvetjandi frásögur um þá innsýn sem fengist hefur í viðleitni bahá’í samfélagsins um allan heim til að stuðla að þjóðfélagslegum framförum. Fréttaþjónustan er nú aðgengileg á fimm tungumálum — ensku, frönsku, persnesku, rússnesku og spænsku.
Auk vefsíðunnar er fréttaþjónustan einnig aðgengileg í farsímum (Android og iOS), á Facebook, Instagram, X (áður Twitter) og YouTube og einnig í tölvupóstáskrift.
[Þýtt af Eðvarði T. Jónssyni]