Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fordæmalaus stuðningur: Átakið #OurStoryIsOne nær til hundraða milljóna um allan heim


3. ágúst 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

BIC GENF – Herferðin #OurStoryIsOne, sem mætti e.t.v. útleggjast „Söm er saga okkar“ á íslensku, hefur vakið gríðarleg viðbrögð um allan heim frá því að hún hófst og aflað sér fordæmalauss stuðnings sem náð hefur athygli nokkur hundruð milljóna á hefðbundnum miðlum sem og samfélagsmiðlum. Skriðþungi hennar hefur vaxið með hjálp stuðningsyfirlýsinga frá embættismönnum Sameinuðu þjóðanna, háttsettum einstaklingum, stjórnmálamönnum, nóbelsverðlaunahöfum, listamönnum, frægðarfólki, almenningi og samviskuföngum í Íran.

Þema herferðarinnar snýst um hugmyndina um sameiginleg örlög. Hún kallar eftir einingu og biður alla um að líta á sig sem órofa hluta fjölbreytts og samtengds hóps manna. Kröftug skilaboð þessarar árslöngu herferðar birtast í sameiginlegri löngun eftir undirstöðugildum og meginreglum, sérstaklega hvað varðar jafnrétti karla og kvenna og sameiginlega sýn um framtíðarvelmegun.

„Stjórnvöld í Íran tóku 10 konur og stúlkur af lífi með hrottalegum hætti í borginni Shíráz í Íran vegna þess að þær voru bahá’íar. Þau héldu að þau væru með þessu að afmá nöfn þeirra úr sögubókunum,“ segir Simin Fahandej, fulltrúi Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf.

„Síst væntu þau þess,“ heldur hún áfram, „að hrottafengin aðgerð þeirra myndi þess í stað koma af stað hreyfingu í einingarátt áratugum síðar, gera nöfn þeirra heimsþekkt sem hnattræn tákn um staðfestu gagnvart meginreglunni um jafnrétti og að milljónir manna, ekki aðeins í Íran heldur um allan heim, myndu líta á sögu þessara kvenna sem sína eigin. Herferðin „Our Story is One“ er samhljóma dýpstu þrám fjölda fólks um allan heim sem æskja einingar í stað sundrungar og sjá hvernig sögur okkar eru samtengdar. Þetta sendir sterk skilaboð til stjórnvalda í Íran um að óréttlæti og úthelling saklauss blóðs mun ekki sigra að lokum.“

Alþjóðlega bahá’í samfélagið hleypti árslöngu herferðinni #OurStoryIsOne af stokkunum þann 18. júní í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá aftöku bahá’í kvennanna 10 í Shíráz, Íran en þær voru allar hengdar á einni nóttu vegna trúar sinnar. Það tileinkaði tímamótunum og herferðinni öllum írönskum konum sem þrá jafnrétti kvenna og karla í landinu, án tillits til trúar eða bakgrunns, og sem halda áfram að berjast fyrir réttlæti.

Kallað var eftir listrænu framlagi, opinberum yfirlýsingum og minningarathöfnum til að heiðra konurnar tíu og allar konur í Íran. Instragramsíða herferðarinnar birtir fréttir af slíku efni á hverjum degi.

Nánari samantekt um atburði og listrænt framlag tengt herferðinni má lesa í frétt á fréttaþjónustu Bahá’í heimssamfélagsins.

[Stytt þýðing á frétt frá fréttaþjónustu Bahá’í heimssamfélagsins]

Myndbrot frá ýmsum samkomum tengdum herferðinni #OurStoryIsOne

Myndbrot frá ýmsum samkomum tengdum herferðinni #OurStoryIsOne