Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Mikilvægur áfangi nálgast við byggingu grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá


25. júlí 2023 Höfundur: rbadi76

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN – Byggingu grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá miðar hratt áfram og er nú verið að undirbúa að steypa þakeininguna – tígulgrind sem mun ná yfir miðhluta byggingarinnar þar sem jarðneskar leifar ‘Abdu’l‑Bahá munu verða lagðar til endanlegrar hvílu.

Verkteymið hefur lagt steypumótin fyrir tígulgrindina af mikilli nákvæmni og notað til þess blokkir af stækkuðu fjölstýreni (e. Expanded Polystyrene - EPS) sem hafa verið skornar með þeim hætti að út frá þeim myndist kverkar með neikvæðu rými sem steypunni er svo hellt í til að mynda þakið.

Þannig myndar ein gegnheil steypuplata þennan einstaka þakstrúktúr sem krefst þess að allri steypunni verði hellt í mótin í einni hellingu. Verkteymið mun því þurfa að vinna samfellt í 48 stundir til að klára verkið.

Khosrow Rezai, verkefnisstjóri, útskýrir að notaðar verði tvær steyputegundir – annars vegar venjuleg grá steypa og hins vegar fín hvít steypa – og að stýra verði nákvæmlega í hvaða röð steyputegundunum verði hellt.

„Hellingarstaðirnir líða í fjórar áttir,“ segir Rezai. „Fjórar pumpur eru notaðir til að hella hvítu steypunni að ofan í átt að lægstu svæðunum í norður- og suðurendum tígulgrindarinnar, upp að fyrir fram ákveðnu marki, áður en við skiptum yfir í gráu steypuna sem mun hylja restina af svæðunum í þremur aðskildum lotum.“

Það er krítískt að fylgt sé nákvæmri röð á hverju stigi og þetta krefst áætlanagerðar í smáatriðum til að tryggja að verkþættirnir séu fullkomlega samstíga. Rezai útskýrir að þetta ferli sé „reiknað út frá rúmmáli steypu, hellingarhraða og svæðinu sem það hylur, til að hægt sé að hella steypunni í einni samfelldri hellingu áður en hún byrjar að harðna.“

Myndirnar hér fyrir neðan sýna verkþættina sem nú eru í gangi, bæði undirbúning tígulgrindarinnar og aðra hluta byggingarsvæðisins sem verið er að vinna á á sama tíma.

Hreyfimynd sem sýnir verkþættina í byggingu þakeiningar grafhýsisins.

Hreyfimynd sem sýnir verkþættina í byggingu þakeiningar grafhýsisins.

 

Þessi hreyfimynd sýnir ferlið við að smíða tígulgrindina, þar á meðal að koma fjölstýrensmótunum og steypustyrktarjárninu fyrir, hella steypunni og loks að fjarlægja mótin.

 

Mynd sem sýnir mótavinna fyrir þakeiningu grafhýsisins.

Mótavinna fyrir þakeiningu grafhýsisins.

 

Mynd sem sýnir mótavinna fyrir þakeiningu grafhýsisins.

Byrjað að leggja trefjagler á mótin.

 

Mynd sem sýnir mótavinnu fyrir þakeiningu grafhýsisins.

Búið að leggja trefjagler á mótin.

 

Þegar fjölstýrensmótin hafa verið skorin út eru þau þakin trefjagleri til að gera verkamönnunum kleift að ganga á þeim án þess að skemma yfirborðið. Eftir að mótunum hefur verið komið fyrir er yfirborðið meðhöndlað til að tryggja að þau skapi hinar nákvæmu rúmmyndir tígulgrindarinnar.

 

Mynd sem sýnir hvernig unnið er að því að leggja steypustyrktarjárnið í kverkunum milli mótanna.

Unnið að því að leggja steypustyrktarjárnið í kverkunum milli mótanna. (1/2)

 

Mynd sem sýnir hvernig unnið er að því að leggja steypustyrktarjárnið í kverkunum milli mótanna.

Unnið að því að leggja steypustyrktarjárnið í kverkunum milli mótanna. (2/2)

 

Unnið að því að leggja steypustyrktarjárnið í kverkunum milli mótanna.

 

Mynd sem sýnir austur- og vesturaxlir grafhýsisins.

Jarðvegur kominn á vesturöxl grafhýsisins.

 

Mynd sem sýnir vesturöxl grafhýsisins.

Jarðvegur kominn á vesturöxl grafhýsisins ásamt stígum.

 

Meðan unnið er að lokaundirbúningi tígulgrindarinnar, er vinnu framhaldið við austur- og vesturaxlir grafhýsisins. Á vesturöxlinni er búið að koma fyrir jarðvegslagi og byrjað að móta stíga sem munu mynda stjörnumynstur á öxlunum.

 

Mynd sem sýnir lög af undirstöðum úr blokkum af fjölstýreni á hluta austuraxlarinnar.

Búið að leggja lög af undirstöðum úr blokkum af fjölstýreni á hluta austuraxlarinnar.

 

Mynd af austuröxlinni í heild með vinnusvæðinu.

Austuröxlin í heild með vinnusvæðinu.

 

Yfirlitsmynd sem sýnir skiptingu austuraxlarinnar í vinnusvæði og svæði fyrir undirstöður.

Skipting austuraxlarinnar í vinnusvæði og svæði fyrir undirstöður.

 

Á hluta austuraxlarinnar er búið að leggja lög af undirstöðum úr blokkum af fjölstýreni á meðan öðrum hlutum hennar er haldið tómum til að þeir geti þjónað sem vinnusvæði fyrir vinnuvélarnar sem munu dæla steypunni í tígulgrindina. Þeir hlutar austuraxlarinnar sem eftir standa verða kláraðir þegar búið er að steypa tígulgrindina.

 

Mynd sem sýnir byggingu gestamiðstöðvar í ‘Akká.

Unnið við gestamiðstöðina í ‘Akká.

 

Mynd sem sýnir byggingu gestamiðstöðvar í ‘Akká. Hér er hún lengra komin.

Gestamiðstöðin lengra komin en á fyrri mynd.

 

Vinnu við gestamiðstöðina í ‘Akká hefur miðað hratt fram og er næstum búið að byggja þak og veggi miðstöðvarinnar. Á næstu vikum byrjar vinna við innra byrði byggingarinnar.

 

Mynd sem sýnir þegar marmari frá Ítalíu er tekinn úr vörubíl.

Marmari frá Ítaliu tekinn úr vörubíl.

 

Mynd sem sýnir stæður af marmarablokkum sem nota á við byggingu grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá.

Stæður af marmarablokkum sem nota á við byggingu grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá.

 

Marmari frá Ítalíu sem mun prýða tígulgrindina, þegar búið er að steypa hana, er kominn og geymdur á byggingarsvæðinu.

 

Loftmynd af byggingarsvæði grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá

Loftmynd af byggingarsvæði grafhýsis ‘Abdu’l‑Bahá

 

Hér að ofan er loftmynd sem sýnir núverandi ásýnd byggingarsvæðisins.

[Þýðing á frétt af vef Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar]