BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Skrifstofa Alþjóðlega bahá‘í samfélagsins (BIC) í Jakarta hefur verið að kynna sér hvernig stafræn tækni getur stuðlað að þjóðfélagsframförum, núna síðast á árlegri ráðstefnu Suðaustur Asíu um trúfrelsi, sem haldin er á Balí, Indónesíu.
Á þessari samtrúarráðstefnu hittast embættismenn, fulltrúar trúarsamfélaga, fræðimenn og fólk sem lætur sér annt um þjóðfélagsmál til að ræða sameiginleg áhyggjuefni. Að þessu sinni kynntu þátttakendur sér þær hröðu breytingar sem eru að eiga sér stað á netinu, meðal annars á samfélagsmiðlum hvað trúfrelsi varðar. Nánar: https://news.bahai.org/story/1637/