Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Námshringir


Bahá'í námshringur í Toronto, Kanada
Bahá'í námshringur í Toronto, Kanada

 

„Hægt er að bæta heiminn með hreinum og góðum gjörðum, með lofsverðu og sæmandi framferði.“ - Bahá'u'lláh

 

Allir menn hafa verið skapaðir til að stuðla að sí-framsækinni siðmenningu,“ segir Bahá'u'lláh. Síðan útskýrir hann hvað hann á við. „Hinn Almáttugi ber mér vitni: Það sæmir ekki manninum að hegða sér sem dýr merkurinnar. Þær dyggðir sem hæfa tign hans eru umburðarlyndi, miskunn, samúð og ástríki gagnvart öllum þjóðum og ættkvíslum jarðarinnar.“ 

Til að öðlast betri skilning á sýn Bahá'u'lláh um framþróun siðmenningar bjóða bahá'í samfélög um allan heim upp á námshringi sem eru opnir öllum þeim sem náð hafa fimmtán ára aldri. Námsefnið byggir á kenningum trúarinnar um ást, einingu og umbreytingu. Áhersla er lögð á þjónustu við mannkynið. Tilgangurinn með náminu er að finna leiðir sem einstaklingurinn getur farið til að breyta sjálfum sér og, í samstarfi við aðra, þjóðfélaginu sem hann býr í.

 

Þessi hópur lauk við fimmtu bók Ruhí námshringsins, sem fjallar um andlega eflingu unglinga. Bókin er nauðsynlegur undirbúningur fyrir þá sem vilja gerast hvetjarar unglingahópa.

Þessi íslenski hópur lauk við fimmtu bók Ruhí námshringsins, sem fjallar um andlega eflingu unglinga, til að undirbúa sig til að þjóna sem hvetjarar unglingahópa.

 


Íhugun um líf andans

Fyrsta bókin í námshringjaröðinni heitir Íhugun um líf andans. Fjallað er um andlegt eðli mannsins út frá sjónarhorni bahá’í trúarinnar. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta sem allir lúta að andlegu lífi einstaklingsins: 1) Að skilja bahá’í ritningarnar 2) Bænir og 3) Líf og dauði.


Hafðu samband við bahá'ía á þínum stað, eða Bahá'í þjóðarskrifstofuna, ef þú vilt taka þátt í námshring. Hringdu í síma 567 0344 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið: bahai[hjá]bahai.is

 

Fræðslumynd með íslenskum texta um bahá'í starfsemi í ýmsum löndum.