Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Helgistundir


Bahá'í helgistund í Aiquile, Bólivíu
Bahá'í helgistund í Aiquile, Bólivíu

 

„Blessaður er bletturinn og húsið og staðurinn og borgin og hjartað og fjallið og athvarfið og hellirinn og dalurinn og landið og hafið og eyjan og engið þar sem Guðs hefur verið minnst og lofgjörð hans vegsömuð“ - Bahá'u'lláh

 

Bahá’íar skipuleggja bænastundir sem eru öllum opnar. Undirstaða þeirra er lestur eða söngur bahá'í bæna og helgirita trúarinnar. Einnig er stundum lesið úr helgiritum annarra trúarbragða. Þannig skapast andi friðar, virðingar og ástar til allra manna.

Spurðu bahá'ía í þínu samfélagi hvar og hvenær næsta helgistund verður haldin. Sendu okkur póst á netfangið: bahai[hjá]bahai.is, ef þú vilt fá upplýsingar um helgistundir sem eru í gangi víðsvegar um landið. Þú getur líka hringt til Bahá'í þjóðarmiðstöðvarinnar, Kletthálsi 1, til að leita upplýsinga. Síminn er 567 0344.

Þjónusta og tilbeiðsla eru kjarninn í lífi samfélaga sem bahá'íar um allan heim eru að byggja upp. Myndin er með ensku tali.