Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Maðurinn úr norðrinu


17. október 2021 Höfundur: siá

 

 

Bókaútgáfan Sæmundur sendi nýlega frá sér bókina "Gaddvírsátið og aðrar sögur" eftir Skugga - Jochum Magnús Eggertsson. Í formála, sem nefnist "Maðurinn úr norðrinu", fjallar Árni Matthíasson um æviferil Jochums, og segir frá því hvernig það bar til að Jochum ákvað að kaupa jörina Skóga, fæðingarstað þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Árni fjallar um merkan draum sem Jochum dreymdi þrisvar sinnum og rekur það hvernig landið komst í eigu bahá'í samfélagsins, sem síðar tók við ræktunarstarfi Jochums. Útgefandinn færði Bahá'í samfélaginu á Íslandi 5 eintök af bókinni að gjöf. Andlegt þjóðarráð bahá'ía á höfundaréttinn að bókum Jochums.