Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Yfirlýsing Alþjóðlega bahá'í samfélagsins og samantekt úr ritum Trúarinnar


30. mars 2021 Höfundur: siá

 

Bahá'í bókaútgáfan sendi nýlega frá sér tvö bahá'í rit í íslenskri þýðingu. Annars vegar yfirlýsingu frá Alþjóðlega bahá'í samfélaginu vegna 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Hún fjallar um þörfina fyrir nýja stjórnarhætti og réttlátara heimsskipulag.

Hins vegar er það samantekt frá Alþjóðlegu kennslumiðstöðinni með textum frá Bahá’u’lláh og ‘Abdu’l-Bahá og úr bréfum Shoghi Effendi og Allsherjarhúss réttvísinnar. Titill hennar er "Allsherjarkreppan sem steðjar að mannkyninu". Þessar tilvitnanir hjálpa fólki að öðlast skilning á þeim áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir.