KINSHASA, Lýðveldinu Kongó — Á síðastliðnum vikum hefur byggingu tveggja bahá'í tilbeiðsluhúsa í Afríku miðað vel áfram.
Í lýðveldinu Kongó, aðeins átta vikum eftir lokið var við að grafa grunninn fyrir tilbeiðsluhúsið, hefur verið klárað við að steypa gólfið í aðalbyggingunni. Einnig gengur vel að reisa aðrar byggingar á svæðinu.
Samtímis, meira en 3000 kílómetra í burtu, er verið að ljúka við byggingu svæðistilbeiðsluhússins í Matunda Soy, Keníu. Það er næstum því búið að byggja musterið að utan, og hliðarbyggingarnar sem eru á lóðinni. Íbúar svæðisins hjálpa til við að undirbúa garðana í kringum tilbeiðsluhúsið. Þeir vinna störf sín í bænahug, þar sem þeir taka reglulega þátt í helgistundum sem haldnar eru á landareigninni.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun á BWNS.org