BIC NEW YORK, 19. nóvember 2020, (BWNS) —Nefnd á vegum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun á miðvikudag, þar sem Íran er áminnt um að vernda mannréttindi allra þegna landsins, þar á meðal meðlimi Bahá'í trúarinnar.
Með ályktuninni er Íran áminnt um að “útrýma, með lögum og í reynd, … allri mismunun hvað varðar málfrelsi, skoðanafrelsi, trúarbrögð og trú almennt, þar með töldum efnhagslegum hindrunum,... sviptingu og takmörkun á sviði menntunar, þar á meðal gagnvart meðlimum Bahá'í trúarinnar...” Ályktunin kallar einnig eftir því að “öðrum mannréttindabrotum gagnvart fólki sem tilheyrir hvort heldur er viðurkenndum eða óviðurkenndum minnihlutahópum” verði hætt. Nánar á BWNS.org