Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Trúarsamtök taka höndum saman um umhverfisvernd


10. október 2020 Höfundur: siá
Ráðstefnan var haldin í Skálholti

Skálholt

 
Ráðstefnan "Trú fyrir jörðina - Fjöltrúarlegar aðgerðir" /"Faith for Nature- Multi-Faith Action" var haldin dagana 5.-8. október með Skálholt sem miðstöð. Fjögurhundruð og sextíu þátttakendur frá 60 löndum ræddu saman á skjáfundum í fjóra daga og þúsundir um allan heim hlýddu á ávörp trúarleiðtoga.
 

Aðalfulltrúi Bahá'í heimssamfélagsins við Sameinuðu þjóðirnar Bani Dugal ávarpar ráðstefnuna
 
Skálholt var miðstöð ráðstefnunnar fyrir alþjóðlegt streymi og niðurstöður umræðna á fimm heimssvæðum (Asíu, Ástralíu, Afríku, Evrópu , Norður og Suður Ameríku). Á vefsíðunni Faithfornature.org er að finna niðurstöður ráðstefnunnar, myndbönd og skjöl sem henni tengjast. 
 
Breiður hópur trúaðra einstaklinga og vísindamanna var virkur á ráðstefnunni eins og endurspeglaðist í sérstökum pallborðsumræðum á síðasta degi ráðstefnunnar, sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, stýrði.
 
Í ályktun ráðstefnunnar er lýst yfir vilja samtaka með trúarlegan bakgrunn til þess að taka höndum saman við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagðist á ráðstefnunni myndu fylgja ályktuninni eftir á norrænum vettvangi og gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Halldór Þorgeirsson fulltrúi Bahá'í samfélagsins les ályktunina upp við lokaathöfn ráðstefnunnar.

Bahá'í samfélagið kom að undirbúningi og stjórnun ráðstefnunnar í samvinnu við Þjóðkirkjuna, Landgræðsluna og félag Sameinuðu þjóðanna auk þess sem ríkistjórnin studdi ráðstefnuna fjárhagslega.