Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Heimsráðstefna sem sameina á helstu trúfélög um aðgerðir í þágu umhverfisverndar verður haldin í Skálholti 5.-8. október.


2. október 2020 Höfundur: siá
 
Frá fundi trúfélaga í þjóðarmiðstöðinni

Frá fundi trúfélaga í þjóðarmiðstöðinni

Eðvarð T. Jónsson sendi frá sér þessa frétt: Heimsráðstefna sem sameina á helstu trúfélög um aðgerðir í þágu umhverfisverndar verður haldin í Skálholti 5.-8. október. Í ráðstefnunni taka þátt um 500 trúarleiðtogar, fulltrúar trúarbragða, fræðimenn og náttúruvísindafólk. Þetta er einstakt framtak sem stefnir að stofnun Bandalags um trú með jörðinni (Faith for Earth Coalition). Unnið verður í hópum í Skálholti, Bangkok, Nairobi, Genf, New York og Sao Paulo samtímis. Í ráðstefnunni taka m.a. þátt forseti Íslands, Bani Dugal, aðalfulltrúi Alþjóðasamfélags bahá’ía og okkar eigin Halldór Þorgeirsson. Hér er slóðin: faithfornature.org
 
Í gær var haldinn fundur í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni með fulltrúum trúfélaga og lífskoðunarfélaga, þar sem ráðstefnan var kynnt.