Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Morgunvaktin fjallar um útnefningu á tré ársins


17. september 2020 Höfundur: siá

 

Frá athöfninni að Skógum 29. ágúst síðastliðinn

Frá athöfninni að Skógum 29. ágúst síðastliðinn

 

Á Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun, 17. september, var fjallað um athöfnina að Skógum í Þorskafirði þegar Skógræktarfélagið útnefndi gráreyni, sem þar vex, Tré ársins 2020. Rætt var við Halldór Þorgeirsson, fulltrúa Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi um þennan atburð og fleira sem því tengist.

 

Tré ársins hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu. Fjallað var stuttlega um athöfnina í Tíu fréttum sjónvarpsins daginn eftir atburðinn og sýndar myndir frá Skógum. Vegleg grein birtist í Bændablaðinu og sagt var frá atburðinum á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins og á vef Reykhólahrepps. Innan skamms verður svo birt grein um tréð í seinna hefti Skógræktarritsins.