Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tré ársins 2020 er gráreynir í landi Skóga í Þorskafirði


1. september 2020 Höfundur: siá
Tré ársins 2020 útnefnt að Skógum í Þorskafirði

Tré ársins 2020 útnefnt að Skógum í Þorskafirði

 

Tré ársins 2020 var útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. ágúst og er um að ræða gráreyni (Sorbus hybrida) að Skógum í Þorskafirði og er það í fyrsta sinn sem gráreynitré er útnefnt sem Tré ársins.

Athöfnin hófst á ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands. Sagði hann stuttlega frá trénu, sem vaxið hefur við óblíð veðurskilyrði, en þrifist samt – bognað en ekki brotnað. Er tréð því með mikinn karakter.

Næstur tók til máls Halldór Þorgeirsson fulltrúi þjóðarráðs Baháʼí samfélagsins á Íslandi. Sagði hann frá upphafi ræktunar á Skógum og ræktunarstarfi Baháʼí samfélagsins þar.

Því næst afhenti Hafberg Þórisson frá Gróðrarstöðinni Lambhaga, sem er styrktaraðili Tré ársins verkefnisins, heiðurskjal og tók Böðvar Jónsson lyfjafræðingur við því fyrir hönd þeirra sjálfboðaliða sem unnið hafa að skógrækt á Skógum.

Að athöfn lokinni leiddi Böðvar Jónsson gesti í göngu um skóginn.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

 

Athöfn þegar tré ársins 2020, gráreynir, var útnefnt að Skógum í Þorskafirði