Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Að bjarga sér á eigin spýtur: FUNDAEC hvetur fólk til að rækta sína eigin fæðu | BWNS


11. ágúst 2020 Höfundur: siá

 

 

 

Þegar heimsfaraldurinn magnaðist í Kólombíu varð fólk uggandi um ýmsa þætti daglegs lífs. FUNDAEC, innlend samtök sem eru innblásin af Bahá'í hugsjóninni, gerðu sér grein fyrir því að neyðin mundi hafa varanlegar afleiðingar í för með sér og veltu því fyrir sér hvernig þau gætu orðið þjóðfélaginu að liði á hagnýtan hátt á þessum erfiðu tímum.

Leslie Stewart, framkvæmdastjóri FUNDAEC, útskýrir hvernig samtökin beindu athyglinni snarlega að því að styðja við frumkvæði heimamanna til að rækta sína eigin fæðu. “Efnahagur landsins hefur orðið fyrir miklu áfalli, og nú eru meira en 10 milljónir manna atvinnulausir."

 

Fjölskylda í Puerto Eugenio, Córdoba, Kólombíu, ræktar jurtir í reit sem er notaður til að þjálfa fólk í að rækta sitt eigið grænmeti. Þau hófu ræktunina með öðrum meðlimum samfélagsins og með aðstoð ungs fólks sem eru að fara í gegnum námsefni á vegum FUDNAEC samtakanna til að undirbúa sig fyrir starf í þágu þjóðfélagsins.

Fjölskylda í Puerto Eugenio, Córdoba, Kólombíu, ræktar jurtir í reit sem er notaður til að þjálfa fólk í að rækta sitt eigið grænmeti. Þau hófu ræktunina með öðrum meðlimum samfélagsins og með aðstoð ungs fólks sem eru að fara í gegnum námsefni á vegum FUDNAEC samtakanna til að undirbúa sig fyrir starf í þágu þjóðfélagsins.

 

 Nánar á BWNS.org