Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýr vefur með íslenskum þýðingum á skilaboðum Allsherjarhúss réttvísinnar


30. júní 2020 Höfundur: siá
Setur Allsherjarhúss réttvísinnar á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael

Setur Allsherjarhúss réttvísinnar á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael

 

Allsherjarhús réttvísinnar, æðsta stjórnstofnun Bahá’í heimssamfélagsins, sendir reglulega skilaboð til bahá’ía um allan heim eða til bahá’í þjóðarráða víða um heim með leiðsögn og hvatningu um starfsemi samfélagsins og ýmis málefni sem því tengist.

Nú er kominn í loftið vefur þar sem má finna valin skilaboð Allsherjarhússins í íslenskri þýðingu. Það er Valentin Oliver Loftsson sem smíðaði vefinn fyrir Bahá’í samfélagið, en hann stundar nú meistaranám í gagnavísindum við Fjöltækniháskólann í Lausanne í Sviss. Hægt er að sía út skilaboð frá tilteknum árum og leita eftir dagsetningu bréfs, dagsetningu eða efnisorði (þó ekki innihaldi bréfs). Skilaboðin er hægt að skoða sem vefsíðu eða hlaða þau niður á PDF formi eða sem Word-skjöl.

„Við erum afar þakklát Valentin fyrir að skrifa þennan vef og efumst ekki um að vefurinn muni nýtast bahá’íum og fólki utan trúarinnar sem vill rannsaka trúna nánar“ segir Róbert Badí Baldursson, ritari Vefþróunar- og upplýsingatækniteymis Bahá’í samfélagsins.

Stutt slóð á vefinn er https://bahai.is/skilabod og er hún aðgengileg úr fæti aðalvefsins undir „Hjálplegt efni“.

 

Mynd af skilaboðavefnum í GSM-síma

Skilaboðavefurinn er síma- og spjaldtölvuvænn