Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

19 daga hátíðir haldnar að nýju í Kópavogi á heimilum átrúenda en með breyttu sniði vegna Covid faraldursins


13. maí 2020 Höfundur: siá

 

Farið með ritningar á 19 daga hátíð í Austin, Texas (myndin var tekin áður en Covid faraldurinn hófst)

Farið með ritningar á 19 daga hátíð í Austin, Texas

(myndin var tekin áður en Covid faraldurinn hófst)

 

Vegna Covid-19 faraldursins verða nítjándagahátíðir, sem haldnar eru á heimilum átrúenda, með breyttu sniði í Kópavogi. Í stað þess að hver hátíð verði haldin á einu heimili ákveður svæðisráðið tímasetningu hátíða og boðar til Zoom fjarfundar á sama tíma. Átrúendur eru beðnir um að skipta sér sjálfir á heimili bahá’ía vina, t.d. eftir hverfum eða fjölskyldur saman. Hver hátíð hefur gestgjafa sem sér um að bjóða fólk velkomið á fjarfundinn, velja ritningar og biðja fólk fyrirfram um að lesa ritningar og bænir. Formaður eða varaformaður svæðisráðsins stýrir svo samráðshluta hátíðarinnar. Þeir vinanna sem komast ekki á hátíðina geta tengst henni í gegnum netið, með zoom fjarfundabúnaðinum. Á þennan hátt verður hægt að virða 2ja metra regluna sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett. 

Slíkar hátíðir eru haldnar á 19 daga fresti, á fyrsta degi hvers bahá'í mánaðar. Hver mánuður er 19 dagar og heita þeir eftir ýmsum eiginleikum Guðs. Í lok ársins eru 4 aukadagar (5 á hlaupári) er nefnast Ayyám-i-Há. 11 helgidagar eru á árinu, þar af 9 þar sem bahá'íar taka sér frí frá vinnu. Bábinn, fyrirrennari bahá'í trúarinnar, kom fram með dagatalið, sem nefnist Badí' tímatalið.

19 daga hátíðin skiptist í þrjá hluta: Helgistund, samráð og félagslegan hluta þar sem vinirnir, eins og bahá'íar eru oft kallaðir, snæða saman. Fyrsti hlutinn samanstendur af bænum og lestri bahá'í ritninga. Stundum eru bænirnar sungnar eða tónaðar. Á öðrum hluta er viðhaft samráð. Þá er lesið hátíðarbréf Andlegs þjóðarráðs. Börnin fá einnig sérstakt hátíðarbréf frá þjóðarráðinu á hverri hátíð. Ritari Andlegs svæðisráðs staðarins segir þvínæst frá því sem ráðið er með á prjónunum og vinunum gefst tækifæri til að koma með tillögur til ráðsins. Á þriðja hluta hátíðarinnar njóta bahá'íarnir samvista við hvern annan. Þá eru stundum sagðar sögur, haldnar stuttar ræður eða sungið á meðan á sameiginlegu borðhaldi stendur. 19 daga hátíðin er ávallt tilhlökkunarefni meðal bahá'ía og miðdepillinn í samfélagslífi þeirra á Íslandi, líkt og um allan heim.