Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Yfirvöld húta heita því að leysa alla bahá'í fanga í Jemen úr haldi


25. mars 2020 Höfundur: siá

 

Hamed bin Haydara

Hamed bin Haydara

Tilkynning frá Alþjóðlega Bahá'í Samfélaginu

NEW YORK—25. mars 2020—

Mahdi al-Mashat forseti æðsta stjórnmálaráðs Húta skipaði svo fyrir í dag í sjónvarpsávarpi að sleppa eigi öllum bahá'í föngum og náða Hamed bin Haydara, en áfrýjunardómstóll í Sana'a hafði staðfest yfir honum dauðadóm fyrir þremur dögum síðan.

Alþjóðlega bahá'í samfélagið gleðst yfir þessum fregnum og kallar eftir því að þessum fyrirmælum verði strax framfylgt. Bahá'íarnir sex sem á að leysa úr haldi, sem hafa setið í fangelsi í mörg ár vegna trúar sinnar og hafa þurft að sæta fjölmörgum tilhæfulausum ákærum, eru Hamed bin Haydara, Waleed Ayyash, Akram Ayyash, Kayvan Ghaderi, Badiullah Sanai, og Wael al-Arieghie.

Þessi fyrirskipun sem gefin var í dag hlýtur að ógilda ákærur gegn hópi 20 bahá'ía, skila öllum eignum baháía og leyfa starfsemi baháí stofnana. Líkt og aðrir íbúar Jemen, ætti baháíum að leyfast að stunda frjálsir trú sína, í samræmi við grundvallarmannréttindi sem lúta að trúarbrögðum og trúarskoðunum. Bahá'íar í Jemen munu halda áfram að vinna að heill þjóðar sinnar og samborgara sinna.